„Sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 14:01 Nikita Mazepin er ekki lengur Formúlu 1 ökumaður og fyrirtæki pabba hans, Uralkali, er ekki lengur á klæðnaði eða bílum Haas-liðsins. Getty/Mark Thompson Rússneski ökuþórinn Nikita Mazepin segist fyrst hafa heyrt af því í fjölmiðlum að hann hefði verið rekinn frá bandaríska Formúlu 1-liðinu Haas á dögunum. Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar. Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar.
Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira