Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Sunna Valgerðardóttir skrifar 9. mars 2022 11:50 Hjónin Linda og Hilmar stofnuðu Frelsið, kristilega miðstöð, í miðbæ Reykjavíkur haustið 1995. Þau hafa verið gagnrýnd harðlega af fyrrverandi safnaðarmeðlimum fyrir vafasama stjórnunarhætti í söfnuðinum. Skjáskot/Timarit.is Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01