Frankfurt vann Real Betis á Benito Villamarín leikvanginum á Spáni, 1-2. Serbinn Filip Kostić kom gestunum yfir á 14. mínútu. Nabil Fekir jafnaði leikinn fyrir Betis á 30. mínútu áður en að Daichi Kamada kom þýska liðinu strax aftur yfir tveimur mínútum síðar og meira var ekki skorað. Frankfurt er því í góðri stöðu fyrir síðari viðureign liðanna, sem fer fram í Frankfurt fimmtudaginn 17. mars.
Lyon vann 0-1 útisigur á Porto í hinum leik kvöldsins. Lucas Paquetá gerði eina mark leiksins á 59. mínútu leiksins. Lyon fer því með eins marks forystu inn í síðari viðureign liðanna sem verður líka leikinn á fimmtudaginn næsta.