Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. mars 2022 23:44 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í stríðinu gegn Rússum. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49