Íslenskir dýralæknanemar hafa safnað milljónum króna fyrir flóttafólk Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 16:56 Brynja Aud Aradóttir er ein dýralæknanemanna sem hafa safna umtalsverðum fjárhæðum fyrir flóttafólk. Íslenskir dýralæknanemar í Slóvakíu standa fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk í landinu og á landamærum úkraínu og Slóvakíu. Þegar hafa safnast ríflega fimm milljónir króna sem nemarnir hafa varið í ýmsar nauðsynjavörur, til að mynda hráefni í heimagerðar samlokur. Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558 Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558
Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira