Fyrrverandi herforingi segir næstu daga skipta öllu máli Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2022 15:30 Úkraínskur hermaður stendur vörð í þorpi nærri Kænugarði. EPA/SERGEY DOLZHENKO Rússar eiga í vandræðum. Þá skortir skotfæri og mannafla og geta ekki viðhaldið árásum sínum til lengdar. Hvernig innrás þeirra í Úkraínu heppnast veltur á gengi þeirra næstu tíu daga. Þetta segir Ben Hodges, Bandaríkjamaður og fyrrverandi herforingi, sem segist sannfærður um að mat hans á vandræðum Rússa eigi við rök að styðjast. Hodges segir að vandræði Rússa séu ekki eingöngu hernaðarlegs eðlis. Efnahagur landsins hafi beðið hnekki vegna refsiaðgerða. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Í grein sem hann birti í gær sagði Hodges að Vesturlönd yrðu að auka stuðning sinn við Úkraínumenn , því þeir þyrftu á vopnum og skotfærum að halda. Þeir þyrftu sérstaklega á vopnum að halda sem gætu verið notuð til að skjóta niður eldflaugar og granda fallbyssum sem Rússar væru að nota til að gera árásir á úkraínskar borgir. Úkraínumenn þyrftu einnig að geta ráðist á rússnesk herskip í Svartahafi. Russian generals are running out of time, ammunition, and manpower. That s not based on any inside intelligence it s clear from open source information and my own experience. I could be way off, but I am confident of this assessment. @general_ben https://t.co/8AXevUUsto— CEPA (@cepa) March 15, 2022 Innrás Rússa er orðin mun umfangsmeiri en áætlanir gerðu fyrst ráð fyrir. Rússar bjuggust við því að það tæki þá einungis nokkra daga að brjóta Úkraínumenn á bak aftur. Hodges segir að hernaður Rússa sé mun dýrari en gert hafi verið ráð fyrir og herinn eyði mun meira af skotfærum, eldsneyti og öðrum birgðum en búið var að undirbúa. Rússar hafi ekki burði til að halda þessari eyðslu áfram til lengdar. „Eins og við vitum frá hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna eru bestu vopnin mjög dýr og því takmarkað til af þeim. Rússar eru líklega að uppgötva það sama,“ segir Hodges. Hann segir Rússa þó eiga miklar birgðir af hefðbundnum stórskotaliðsprengjum og hefðbundnum loftsprengjum án stýringar. Bróðurpartur rússneska hersins í Úkraínu Varðandi mannafla segir Hodges að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi sagt að um helmingur herafla Rússlands hafi verið bundinn innrásinni í Úkraínu. Þegar umfang stríðsreksturs Bandaríkjanna í Afganistan og Írak hafi verið hvað mestur, hafi um 29 prósent herafla Bandaríkjanna verið bundinn þeim hernaði. Það segir Hodges að hafi reynst Bandaríkjunum erfitt að halda það út. Með vísun til þess segir herforinginn að Rússar virðist ekki hafa næga hermenn til að umkringja Kænugarð og hvað þá að hertaka borgina. Hodges segir að Úkraínumenn ættu að geta haldið Rússum fyrir utan borgarmörkin og þá sérstaklega fái þeir meira af vopnum frá Vesturlöndum. Sprengjuárásum Rússa muni þó líklega fjölga og fleiri almennir borgarar muni falla og særast og þurfa að flýja heimili sín. Yes, Mr Secretary @SecDef . I agree. But we need more sense of urgency in that support to Ukraine...on the scale of the Berlin Airlift. They need the ability to destroy the Russian long-range fires/missiles that are killing Ukrainian civilians. We are in the decisive phase now. https://t.co/0ss5hOCtMr— Ben Hodges (@general_ben) March 16, 2022 Erfitt að manna sveitirnar aftur Þá er útlit fyrir mikið mannfall meðal rússneskra hermanna og Hodges segist telja um fimm til sex þúsund hermenn hafa fallið. Mun fleiri hafi særst. Á meðal þessara hermanna séu vel þjálfaðar hermenn og mun það taka langan tíma fyrir Rússland að fylla upp í þær eyður sem fall þeirra myndar. Til viðbótar við það hafa borist margar fregnir af því að lítið þjálfaði hermenn Rússlands hafi lagt niður vopn og flúið auk þess að agi meðal þeirra er sagður mjög lítill. Hodges segir að engar vísbendingar séu um að Rússar séu að fela vel mannaðar herdeildir einhversstaðar og ástandið gefi því til kynna að hinn meinti 900 þúsund manna her Rússlands sé í raun bara til á blaði. Þann fyrsta apríl eiga þó um 130 þúsund rússneskar fjölskyldur að senda unga menn, 18 til 25 ára, til herþjálfunar í Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að þeir verði ekki sendir til Úkraínu og til viðbótar við það þyrfti að þjálfa þá áður, þannig að þeir munu líklegast hjálpa Rússum lítið í Úkraínu. Hodges endar greiningu sína á því að næstu tíu dagar muni skipta sköpum fyrir Úkraínu. Það sé kapphlaup í gangi þar og Vesturlönd þurfi að átta sig á því og gefa allt í botn. Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin NATO Tengdar fréttir „Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ 16. mars 2022 14:40 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Sjá meira
Þetta segir Ben Hodges, Bandaríkjamaður og fyrrverandi herforingi, sem segist sannfærður um að mat hans á vandræðum Rússa eigi við rök að styðjast. Hodges segir að vandræði Rússa séu ekki eingöngu hernaðarlegs eðlis. Efnahagur landsins hafi beðið hnekki vegna refsiaðgerða. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Í grein sem hann birti í gær sagði Hodges að Vesturlönd yrðu að auka stuðning sinn við Úkraínumenn , því þeir þyrftu á vopnum og skotfærum að halda. Þeir þyrftu sérstaklega á vopnum að halda sem gætu verið notuð til að skjóta niður eldflaugar og granda fallbyssum sem Rússar væru að nota til að gera árásir á úkraínskar borgir. Úkraínumenn þyrftu einnig að geta ráðist á rússnesk herskip í Svartahafi. Russian generals are running out of time, ammunition, and manpower. That s not based on any inside intelligence it s clear from open source information and my own experience. I could be way off, but I am confident of this assessment. @general_ben https://t.co/8AXevUUsto— CEPA (@cepa) March 15, 2022 Innrás Rússa er orðin mun umfangsmeiri en áætlanir gerðu fyrst ráð fyrir. Rússar bjuggust við því að það tæki þá einungis nokkra daga að brjóta Úkraínumenn á bak aftur. Hodges segir að hernaður Rússa sé mun dýrari en gert hafi verið ráð fyrir og herinn eyði mun meira af skotfærum, eldsneyti og öðrum birgðum en búið var að undirbúa. Rússar hafi ekki burði til að halda þessari eyðslu áfram til lengdar. „Eins og við vitum frá hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna eru bestu vopnin mjög dýr og því takmarkað til af þeim. Rússar eru líklega að uppgötva það sama,“ segir Hodges. Hann segir Rússa þó eiga miklar birgðir af hefðbundnum stórskotaliðsprengjum og hefðbundnum loftsprengjum án stýringar. Bróðurpartur rússneska hersins í Úkraínu Varðandi mannafla segir Hodges að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi sagt að um helmingur herafla Rússlands hafi verið bundinn innrásinni í Úkraínu. Þegar umfang stríðsreksturs Bandaríkjanna í Afganistan og Írak hafi verið hvað mestur, hafi um 29 prósent herafla Bandaríkjanna verið bundinn þeim hernaði. Það segir Hodges að hafi reynst Bandaríkjunum erfitt að halda það út. Með vísun til þess segir herforinginn að Rússar virðist ekki hafa næga hermenn til að umkringja Kænugarð og hvað þá að hertaka borgina. Hodges segir að Úkraínumenn ættu að geta haldið Rússum fyrir utan borgarmörkin og þá sérstaklega fái þeir meira af vopnum frá Vesturlöndum. Sprengjuárásum Rússa muni þó líklega fjölga og fleiri almennir borgarar muni falla og særast og þurfa að flýja heimili sín. Yes, Mr Secretary @SecDef . I agree. But we need more sense of urgency in that support to Ukraine...on the scale of the Berlin Airlift. They need the ability to destroy the Russian long-range fires/missiles that are killing Ukrainian civilians. We are in the decisive phase now. https://t.co/0ss5hOCtMr— Ben Hodges (@general_ben) March 16, 2022 Erfitt að manna sveitirnar aftur Þá er útlit fyrir mikið mannfall meðal rússneskra hermanna og Hodges segist telja um fimm til sex þúsund hermenn hafa fallið. Mun fleiri hafi særst. Á meðal þessara hermanna séu vel þjálfaðar hermenn og mun það taka langan tíma fyrir Rússland að fylla upp í þær eyður sem fall þeirra myndar. Til viðbótar við það hafa borist margar fregnir af því að lítið þjálfaði hermenn Rússlands hafi lagt niður vopn og flúið auk þess að agi meðal þeirra er sagður mjög lítill. Hodges segir að engar vísbendingar séu um að Rússar séu að fela vel mannaðar herdeildir einhversstaðar og ástandið gefi því til kynna að hinn meinti 900 þúsund manna her Rússlands sé í raun bara til á blaði. Þann fyrsta apríl eiga þó um 130 þúsund rússneskar fjölskyldur að senda unga menn, 18 til 25 ára, til herþjálfunar í Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að þeir verði ekki sendir til Úkraínu og til viðbótar við það þyrfti að þjálfa þá áður, þannig að þeir munu líklegast hjálpa Rússum lítið í Úkraínu. Hodges endar greiningu sína á því að næstu tíu dagar muni skipta sköpum fyrir Úkraínu. Það sé kapphlaup í gangi þar og Vesturlönd þurfi að átta sig á því og gefa allt í botn.
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin NATO Tengdar fréttir „Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ 16. mars 2022 14:40 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Sjá meira
„Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ 16. mars 2022 14:40
Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47