Lágar álögur. Líka fyrir barnafjölskyldur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. mars 2022 12:00 Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun