Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum Árni Jóhannsson skrifar 19. mars 2022 22:05 Helena og stöllur hennar fagna titlinum. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik