Unga fólkið og framtíðin Ómar Már Jónsson skrifar 20. mars 2022 12:00 Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun