Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2022 23:13 Guðmundur Héðinsson, bóndi á Fjöllum og starfsmaður Rifóss í Kelduhverfi. Einar Árnason Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var fyrirtækið Rifós heimsótt en saga fiskeldis í Lóni í Kelduhverfi teygir sig meira en fjörutíu ár aftur í tímann. Aldrei áður hefur þó verið byggt eins mikið þar upp og nú. Rifós er að byggja upp seiðaeldisstöð og það hefur þýtt mikil umsvif í sveitinni. „Gríðarlega mikil síðustu tvö ár,“ segir Fannar Helgi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Rifóss, og sýnir okkur tvö stór stálgrindarhús. „Þannig að hér hefur verið mikil fjárfesting. Ég hugsa að það sé að nálgast milljarðinn hérna.“ Fannar Helgi Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Rifóss.Einar Árnason Í stöðinni eru alin upp laxaseiði sem á endanum fara í sjókvíar á Austfjörðum en Rifós er í eigu Fiskeldis Austfjarða. „Hér fundu þeir tíu gráðu heitt vatn, í ómældu magni. Þannig að það er ástæðan fyrir því að seiðastöðin var byggð hér á þessum stað.“ -Þannig að náttúrulegar aðstæður henta vel hér? „Já, alveg endalaust vatn hérna,“ svarar Fannar. Starfsmenn eru núna sextán talsins. Þeirra á meðal er bóndinn á nágrannabænum Fjöllum, Guðmundur Héðinsson. „Maður þarf að hafa eitthvað annað með sauðfénu. Það er ekki að skila svo miklu,“ segir Guðmundur. Séð yfir seiðaeldisstöð Rifóss í Lóni í Kelduhverfi.Einar Árnason Meirihluti starfsmanna býr á Húsavík en nokkrir koma úr sveitinni. „En þetta er náttúrlega eins og fyrir mig, og fleiri hérna úr sveitinni, alveg snilld að hafa aðgang að einhverri annarri vinnu heldur en bara þessari hefðbundnu búfjárrækt og hafa tekjur af einhverju öðru heldur en því,“ segir bóndinn á Fjöllum. Framkvæmdastjóri Rifóss segir þegar farið að huga að frekari fjárfestingum. „Ef allt gengur vel fyrir austan og ef áform standa, þá þurfum við að byggja meira hér, framleiða meira af seiðum. Það er bara mjög jákvætt.“ -Þýðir það þá fleira starfsfólk? „Að sjálfsögðu. Það kallar á meira starfsfólk,“ svarar Fannar Helgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rifós byggir samhliða upp aðra seiðaeldisstöð við Kópasker, sem ætlað er að taka við smáseiðum úr Lóni til áframeldis. Hér má sjá frétt um þá stöð: Um land allt Fiskeldi Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. 21. mars 2022 22:22 Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. 20. mars 2022 07:37 Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var fyrirtækið Rifós heimsótt en saga fiskeldis í Lóni í Kelduhverfi teygir sig meira en fjörutíu ár aftur í tímann. Aldrei áður hefur þó verið byggt eins mikið þar upp og nú. Rifós er að byggja upp seiðaeldisstöð og það hefur þýtt mikil umsvif í sveitinni. „Gríðarlega mikil síðustu tvö ár,“ segir Fannar Helgi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Rifóss, og sýnir okkur tvö stór stálgrindarhús. „Þannig að hér hefur verið mikil fjárfesting. Ég hugsa að það sé að nálgast milljarðinn hérna.“ Fannar Helgi Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Rifóss.Einar Árnason Í stöðinni eru alin upp laxaseiði sem á endanum fara í sjókvíar á Austfjörðum en Rifós er í eigu Fiskeldis Austfjarða. „Hér fundu þeir tíu gráðu heitt vatn, í ómældu magni. Þannig að það er ástæðan fyrir því að seiðastöðin var byggð hér á þessum stað.“ -Þannig að náttúrulegar aðstæður henta vel hér? „Já, alveg endalaust vatn hérna,“ svarar Fannar. Starfsmenn eru núna sextán talsins. Þeirra á meðal er bóndinn á nágrannabænum Fjöllum, Guðmundur Héðinsson. „Maður þarf að hafa eitthvað annað með sauðfénu. Það er ekki að skila svo miklu,“ segir Guðmundur. Séð yfir seiðaeldisstöð Rifóss í Lóni í Kelduhverfi.Einar Árnason Meirihluti starfsmanna býr á Húsavík en nokkrir koma úr sveitinni. „En þetta er náttúrlega eins og fyrir mig, og fleiri hérna úr sveitinni, alveg snilld að hafa aðgang að einhverri annarri vinnu heldur en bara þessari hefðbundnu búfjárrækt og hafa tekjur af einhverju öðru heldur en því,“ segir bóndinn á Fjöllum. Framkvæmdastjóri Rifóss segir þegar farið að huga að frekari fjárfestingum. „Ef allt gengur vel fyrir austan og ef áform standa, þá þurfum við að byggja meira hér, framleiða meira af seiðum. Það er bara mjög jákvætt.“ -Þýðir það þá fleira starfsfólk? „Að sjálfsögðu. Það kallar á meira starfsfólk,“ svarar Fannar Helgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rifós byggir samhliða upp aðra seiðaeldisstöð við Kópasker, sem ætlað er að taka við smáseiðum úr Lóni til áframeldis. Hér má sjá frétt um þá stöð:
Um land allt Fiskeldi Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. 21. mars 2022 22:22 Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. 20. mars 2022 07:37 Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. 21. mars 2022 22:22
Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20
Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. 20. mars 2022 07:37
Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13