Hvert er markmiðið með áróðri SA? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 23. mars 2022 15:01 Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er því haldið fram að sveitarfélögin og ríkið sogi til sín fólk úr einkageiranum. Fyrirsögnin byggir á viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). Þar er vísað til nýrrar rannsóknar SA, sem þegar að er gáð virðist frétt sem aðallega fjallar um aukna þörf fyrir starfsfólk af erlendum uppruna til starfa hér á landi, þar sem fólksfjölgun dugar ekki til að hægt sé að finna fólk til að sinna þeim störfum sem til verða á vinnumarkaði. Það er svo sem ekki nýtt að Samtök atvinnulífsins velji að líta fram hjá áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á almannaþjónustuna. Þau hafa þvert á móti komið áróðri sínum um fjölgun opinberra starfsmanna á framfæri með reglubundnum hætti. Það er sannarlega rétt að á undanförnum tveimur árum hefur starfsfólki fækkað á almennum vinnumarkaði á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það kom ekki til af góðu heldur vegna þess að hér tapaðist fjöldi starfa vegna efnahagsáhrifa Covid-19 sem leiddi til mikils atvinnuleysis. Á móti þurfti fleira starfsfólk hjá hinu opinbera, einkum til að bregðast við faraldrinum en einnig vegna fólksfjölgunar og hlutfallslegri fjölgun aldraðra. Sömuleiðis sköpuðu ríki og sveitarfélög störf til að bregðast við atvinnuleysinu í samræmi við vinnumarkaðsaðgerðir sem samtök launafólks og SA tóku þátt í að þróa. Tölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda ættu því ekki að koma neinum á óvart og síst af öllum stærstu hagsmunasamtökum fyrirtækja. Fyrir skemmstu hélt SA því fram að fyrirtæki ættu í erfiðleikum með að ráða fólk því það vildi frekar vinna á opinberum vinnumarkaði. Sú staðhæfing var ekki undirbyggð með neinum frekari rökum né greiningu. Þar var aftur litið fram hjá áhrifum heimsfaraldursins á vinnumarkaðinn. Til að fá betri yfirsýn yfir stöðuna væri vert fyrir SA að skoða til dæmis laun og vinnuaðstæður í stórum greinum á borð við ferðamannageirann eða hvaða áhrif það hafi á vilja fólks til að starfa hjá fyrirtækjum þar sem árslaun þeirra eru á pari við mánaðarlaun forstjórans. Enn fremur reyndu samtökin nýverið að mála upp þá mynd að starfsfólk hjá hinu opinbera sé ofalið með háum launum þegar allar greiningar sýna að laun eru hæst á almennum vinnumarkaði. Meira að segja niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem SA á sæti í sýna það. Allar þessar „greiningar“ SA, sem eru auðvitað ekkert annað en áróður, hafa dunið á okkur í gegnum faraldurinn. Það er í raun áhugavert að skoða fréttir SA á heimasíðu þeirra aftur í tímann og sjá hve margar þeirra fjalla um opinbera starfsmenn. Fjöldi þeirra gefur ekki til kynna að meginhlutverk samtakanna sé að vera heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda og málsvari þeirra í hagsmunamálum atvinnulífsins. Hvers vegna þessi áróður – hvert er markmiðið? SA lítur einnig fram hjá því að hér á landi, rétt eins og um heim allan, er fyrirsjáanlegur skortur á fólki í heilbrigðis- og umönnunarstörfum. Flest lönd ræða nú þennan vanda sem gjarnan er kallaður Care crisis og hvernig megi bregðast við honum. Tillögur flestra landa að viðbrögðum eru kunnuglegar og felast í því að leiðrétta þurfi skakkt verðmætamat á störfum kvenna, bæta starfsaðstæður og þar með heilsu og öryggi starfsfólksins til að laða að hæft fólk til starfa. Mögulega er þetta einmitt kveikjan að áróðri SA varðandi opinbera starfsmenn enda umræðan ofarlega á baugi um þessar mundir. Ef það fæst ekki fólk til að sinna þessum störfum þá færist byrðin einfaldlega yfir á aðstandendur sem geta á móti ekki sinnt sinni vinnu jafnvel. Það felur vissulega í sér aukinn kostnað að fjölga starfsfólki sem kallar á aukna tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga en stóra spurningin er hvað mun það kosta okkur sem samfélag ef ekkert er að gert. Mögulega er kveikjuna að áróðri SA einfaldlega að rekja til aukinnar umræðu um hvernig við skiptum þeim verðmætum sem skapast af ríkulegum fiskimiðum í kjölfar Verbúðarinnar. Eða kannski er kveikjan einfaldlega að samtökin eru almennt andsnúin aukinni skattheimtu af hvers kyns toga og benda ítrekað á að jöfnuður sé hvað mestur hér á landi. Þrátt fyrir að þau þekki jafnvel og aðrir að eignaójöfnuður er að aukast og margir hafi hagnast verulega vegna faraldursins. Vinnuafl eða fólk? Í Fréttablaði dagsins er einnig haft eftir Halldóri Benjamín að mikil þörf sé fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem hljóti að kalla á viðbrögð stjórnvalda. Taka má undir með það sjónarmið að gera þurfi Ísland að eftirsóknarverðum stað fyrir starfsfólk með fjölbreytta hæfni og menntun. Það væri áhugavert að sjá hverjar tillögur SA eru í þeim efnum því nú þegar eru um 18 prósent fólks á vinnumarkaði af erlendum uppruna. Reynslan er því þó nokkur af því hvernig til hefur tekist að taka á móti fólki hingað til lands. Þróunin virðist vera að hér séu tilteknum störfum nær eingöngu sinnt af fólki af erlendum uppruna og gjarnan vísað til þess að Íslendingar vilji ekki vinna þau. Vinnumarkaðurinn er því ekki eingöngu kynskiptur heldur er hann að skiptast eftir uppruna fólks. Jarðvegurinn fyrir misrétti gæti varla verið frjórri. Enda sýna rannsóknir að fólk af erlendum uppruna býr ekki við sömu tækifæri og möguleika og fólk sem hér fæðist þegar kemur að starfstækifærum, starfsþróun, launum, launajafnrétti, öryggi í vinnu, aðgengi að húsnæði, húsnæðiskostnaði og félagsleg staða þeirra erfist til barna þeirra. Þau fá ekki viðurkenningu á menntun sinni, þeim er ekki boðið upp á íslenskukennslu á vinnutíma, fá síður tækifæri til sí- og endurmenntunar og þau búa við aukna hættu á áreitni, ofbeldi, fordómum og öðru misrétti. Þarna geta stærstu hagsmunasamtök atvinnurekenda haft mikil áhrif til góðs. Spurningin er bara hvort þau vilji það eða hvort þau telji tíma sínum betur varið í staðhæfingar um starfsfólk hjá hinu opinbera og laun þeirra sem standast enga skoðun? Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er því haldið fram að sveitarfélögin og ríkið sogi til sín fólk úr einkageiranum. Fyrirsögnin byggir á viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). Þar er vísað til nýrrar rannsóknar SA, sem þegar að er gáð virðist frétt sem aðallega fjallar um aukna þörf fyrir starfsfólk af erlendum uppruna til starfa hér á landi, þar sem fólksfjölgun dugar ekki til að hægt sé að finna fólk til að sinna þeim störfum sem til verða á vinnumarkaði. Það er svo sem ekki nýtt að Samtök atvinnulífsins velji að líta fram hjá áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á almannaþjónustuna. Þau hafa þvert á móti komið áróðri sínum um fjölgun opinberra starfsmanna á framfæri með reglubundnum hætti. Það er sannarlega rétt að á undanförnum tveimur árum hefur starfsfólki fækkað á almennum vinnumarkaði á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það kom ekki til af góðu heldur vegna þess að hér tapaðist fjöldi starfa vegna efnahagsáhrifa Covid-19 sem leiddi til mikils atvinnuleysis. Á móti þurfti fleira starfsfólk hjá hinu opinbera, einkum til að bregðast við faraldrinum en einnig vegna fólksfjölgunar og hlutfallslegri fjölgun aldraðra. Sömuleiðis sköpuðu ríki og sveitarfélög störf til að bregðast við atvinnuleysinu í samræmi við vinnumarkaðsaðgerðir sem samtök launafólks og SA tóku þátt í að þróa. Tölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda ættu því ekki að koma neinum á óvart og síst af öllum stærstu hagsmunasamtökum fyrirtækja. Fyrir skemmstu hélt SA því fram að fyrirtæki ættu í erfiðleikum með að ráða fólk því það vildi frekar vinna á opinberum vinnumarkaði. Sú staðhæfing var ekki undirbyggð með neinum frekari rökum né greiningu. Þar var aftur litið fram hjá áhrifum heimsfaraldursins á vinnumarkaðinn. Til að fá betri yfirsýn yfir stöðuna væri vert fyrir SA að skoða til dæmis laun og vinnuaðstæður í stórum greinum á borð við ferðamannageirann eða hvaða áhrif það hafi á vilja fólks til að starfa hjá fyrirtækjum þar sem árslaun þeirra eru á pari við mánaðarlaun forstjórans. Enn fremur reyndu samtökin nýverið að mála upp þá mynd að starfsfólk hjá hinu opinbera sé ofalið með háum launum þegar allar greiningar sýna að laun eru hæst á almennum vinnumarkaði. Meira að segja niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem SA á sæti í sýna það. Allar þessar „greiningar“ SA, sem eru auðvitað ekkert annað en áróður, hafa dunið á okkur í gegnum faraldurinn. Það er í raun áhugavert að skoða fréttir SA á heimasíðu þeirra aftur í tímann og sjá hve margar þeirra fjalla um opinbera starfsmenn. Fjöldi þeirra gefur ekki til kynna að meginhlutverk samtakanna sé að vera heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda og málsvari þeirra í hagsmunamálum atvinnulífsins. Hvers vegna þessi áróður – hvert er markmiðið? SA lítur einnig fram hjá því að hér á landi, rétt eins og um heim allan, er fyrirsjáanlegur skortur á fólki í heilbrigðis- og umönnunarstörfum. Flest lönd ræða nú þennan vanda sem gjarnan er kallaður Care crisis og hvernig megi bregðast við honum. Tillögur flestra landa að viðbrögðum eru kunnuglegar og felast í því að leiðrétta þurfi skakkt verðmætamat á störfum kvenna, bæta starfsaðstæður og þar með heilsu og öryggi starfsfólksins til að laða að hæft fólk til starfa. Mögulega er þetta einmitt kveikjan að áróðri SA varðandi opinbera starfsmenn enda umræðan ofarlega á baugi um þessar mundir. Ef það fæst ekki fólk til að sinna þessum störfum þá færist byrðin einfaldlega yfir á aðstandendur sem geta á móti ekki sinnt sinni vinnu jafnvel. Það felur vissulega í sér aukinn kostnað að fjölga starfsfólki sem kallar á aukna tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga en stóra spurningin er hvað mun það kosta okkur sem samfélag ef ekkert er að gert. Mögulega er kveikjuna að áróðri SA einfaldlega að rekja til aukinnar umræðu um hvernig við skiptum þeim verðmætum sem skapast af ríkulegum fiskimiðum í kjölfar Verbúðarinnar. Eða kannski er kveikjan einfaldlega að samtökin eru almennt andsnúin aukinni skattheimtu af hvers kyns toga og benda ítrekað á að jöfnuður sé hvað mestur hér á landi. Þrátt fyrir að þau þekki jafnvel og aðrir að eignaójöfnuður er að aukast og margir hafi hagnast verulega vegna faraldursins. Vinnuafl eða fólk? Í Fréttablaði dagsins er einnig haft eftir Halldóri Benjamín að mikil þörf sé fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem hljóti að kalla á viðbrögð stjórnvalda. Taka má undir með það sjónarmið að gera þurfi Ísland að eftirsóknarverðum stað fyrir starfsfólk með fjölbreytta hæfni og menntun. Það væri áhugavert að sjá hverjar tillögur SA eru í þeim efnum því nú þegar eru um 18 prósent fólks á vinnumarkaði af erlendum uppruna. Reynslan er því þó nokkur af því hvernig til hefur tekist að taka á móti fólki hingað til lands. Þróunin virðist vera að hér séu tilteknum störfum nær eingöngu sinnt af fólki af erlendum uppruna og gjarnan vísað til þess að Íslendingar vilji ekki vinna þau. Vinnumarkaðurinn er því ekki eingöngu kynskiptur heldur er hann að skiptast eftir uppruna fólks. Jarðvegurinn fyrir misrétti gæti varla verið frjórri. Enda sýna rannsóknir að fólk af erlendum uppruna býr ekki við sömu tækifæri og möguleika og fólk sem hér fæðist þegar kemur að starfstækifærum, starfsþróun, launum, launajafnrétti, öryggi í vinnu, aðgengi að húsnæði, húsnæðiskostnaði og félagsleg staða þeirra erfist til barna þeirra. Þau fá ekki viðurkenningu á menntun sinni, þeim er ekki boðið upp á íslenskukennslu á vinnutíma, fá síður tækifæri til sí- og endurmenntunar og þau búa við aukna hættu á áreitni, ofbeldi, fordómum og öðru misrétti. Þarna geta stærstu hagsmunasamtök atvinnurekenda haft mikil áhrif til góðs. Spurningin er bara hvort þau vilji það eða hvort þau telji tíma sínum betur varið í staðhæfingar um starfsfólk hjá hinu opinbera og laun þeirra sem standast enga skoðun? Höfundur er formaður BSRB.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun