Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2022 10:04 Eldflaugin fór í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lenti rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. AP/Eugene Hoshiko Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Yfirvöld í Japan hafa fordæmt vopnatilraunina, sem er bönnuð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá segir AP fréttaveitan að mögulega standi til að sækja eldflaugina á hafsbotn svo hægt sé að greina eldflaugatækni Norður-Kóreu betur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur fjölmörgum eldflaugum verið skotið á loft frá Norður-Kóreu. Þann 16. mars sprakk ein slík í loft upp skömmu eftir skot en hún var einnig talin vera langdræg. Þetta var tólfta eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Embættismenn þar halda því fram að markmiðið sé að koma gervihnetti á loft en það hefur verið dregið í efa. Eldflaugin sem skotið var á loft í morgun er talin vera af nýrri gerð og var henni skotið í rúmlega 6.200 kílómetra hæð og lenti hún um 1.080 kílómetrum frá skotstað, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar sem vitnar í herforingjaráð Suður-Kóreu. Talin drífa 13 þúsund kílómetra Eldflaugin er talin geta borið nokkur kjarnorkuvopn um þrettán þúsund kílómetra. Þetta er í fyrsta sinn frá 2017 sem Kóreumenn gera tilraun með svo langdræga eldflaug. Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum árum og hafa lokanir landamæra ríkisins vegna útbreiðslu Covid gert vont ástand verra. Þrátt fyrir efnahagsvandræðin og skort á nauðsynjum hefur ríkisstjórn Kims ekkert gefið eftir í eldflaugaáætlun ríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41 Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Yfirvöld í Japan hafa fordæmt vopnatilraunina, sem er bönnuð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá segir AP fréttaveitan að mögulega standi til að sækja eldflaugina á hafsbotn svo hægt sé að greina eldflaugatækni Norður-Kóreu betur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur fjölmörgum eldflaugum verið skotið á loft frá Norður-Kóreu. Þann 16. mars sprakk ein slík í loft upp skömmu eftir skot en hún var einnig talin vera langdræg. Þetta var tólfta eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Embættismenn þar halda því fram að markmiðið sé að koma gervihnetti á loft en það hefur verið dregið í efa. Eldflaugin sem skotið var á loft í morgun er talin vera af nýrri gerð og var henni skotið í rúmlega 6.200 kílómetra hæð og lenti hún um 1.080 kílómetrum frá skotstað, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar sem vitnar í herforingjaráð Suður-Kóreu. Talin drífa 13 þúsund kílómetra Eldflaugin er talin geta borið nokkur kjarnorkuvopn um þrettán þúsund kílómetra. Þetta er í fyrsta sinn frá 2017 sem Kóreumenn gera tilraun með svo langdræga eldflaug. Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum árum og hafa lokanir landamæra ríkisins vegna útbreiðslu Covid gert vont ástand verra. Þrátt fyrir efnahagsvandræðin og skort á nauðsynjum hefur ríkisstjórn Kims ekkert gefið eftir í eldflaugaáætlun ríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41 Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41
Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23
Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28