„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 11:12 Biden sagði bandamenn myndu standa á öruggari grunni þegar Evrópa væri ekki lengur háð orku frá Rússlandi. AP/Evan Vucci Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira