Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki.
Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra.
Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022
Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.
Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c
Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup.
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.