Virkt lýðræði og áhrif íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2022 08:01 Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Umferðaröryggi Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar