Ný fjármálaáætlun kemur á næsta ári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2022 12:28 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra stendur við væntingar sínar um að nýr þjóðarleikvangur verði tekinn í notkun á kjörtímabilinu þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni í fjármálaáætlun. Hann segir verkefnið á réttri leið og að framkvæmdir og möguleg tímalína eigi að skýrast betur í skýrslu sem verður lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum. Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“ Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“
Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira