Við eigum öll rétt til náms! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. mars 2022 12:32 Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun