Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2022 14:04 Mikil og góð stemming er á meðal sjálfboðaliða á staðnum. Þórhallur Einisson Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars. Hveragerði Hamar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars.
Hveragerði Hamar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira