Tiger með og telur sig geta unnið Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2022 15:54 Tiger Woods hitaði upp á Augusta-vellinum í dag og er klár í slaginn á fimmtudaginn. Getty/Andrew Redington Tiger Woods snýr aftur á sitt fyrsta risamót í vikunni, á Masters-mótið í golfi í Georgíufylki, eftir bílslysið alvarlega í febrúar í fyrra sem hefur haldið honum frá keppni. Tiger meiddist svo illa á fæti í bílslysinu að óttast var að hann myndi ekki spila golf aftur sem afrekskylfingur. Raunar óttuðust læknar að aflima þyrfti þennan 46 ára gamla Bandaríkjamann. Hann hefur hins vegar náð góðum bata og eftir að hafa prófað að taka æfingahring á Augusta-vellinum í síðustu viku staðfesti Tiger í dag að hann yrði með á Masters sem hefst á fimmtudaginn. Aðspurður hvort hann teldi sig geta unnið Masters, sem hann vann í sjötta sinn árið 2019 eftir að hafa ekki unnið risamót í áratug, var svar Tigers einfalt: „Já.“ "Do you think you can win the Masters this week?"Tiger: "I do." pic.twitter.com/q8BnZBzG3f— ESPN (@espn) April 5, 2022 Búið er að tilkynna um ráshópa á fimmtudaginn og er Tiger í 14. ráshópi með þeim Louis Oosthuizen og Joaquin Niemann. Fara þeir af stað um klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Tengdar fréttir Rory McIlroy: Yrði stórkostlegt fyrir golfið ef Tiger Woods spilar á Masters Mikill spenningur er í golfheiminum í aðdraganda Mastersmótsins, fyrsta risamóti ársins, eftir að það fréttist af því að Tiger Woods ætli mögulega að vera með. 31. mars 2022 13:01 Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. 30. mars 2022 09:31 Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. 7. apríl 2021 19:31 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger meiddist svo illa á fæti í bílslysinu að óttast var að hann myndi ekki spila golf aftur sem afrekskylfingur. Raunar óttuðust læknar að aflima þyrfti þennan 46 ára gamla Bandaríkjamann. Hann hefur hins vegar náð góðum bata og eftir að hafa prófað að taka æfingahring á Augusta-vellinum í síðustu viku staðfesti Tiger í dag að hann yrði með á Masters sem hefst á fimmtudaginn. Aðspurður hvort hann teldi sig geta unnið Masters, sem hann vann í sjötta sinn árið 2019 eftir að hafa ekki unnið risamót í áratug, var svar Tigers einfalt: „Já.“ "Do you think you can win the Masters this week?"Tiger: "I do." pic.twitter.com/q8BnZBzG3f— ESPN (@espn) April 5, 2022 Búið er að tilkynna um ráshópa á fimmtudaginn og er Tiger í 14. ráshópi með þeim Louis Oosthuizen og Joaquin Niemann. Fara þeir af stað um klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Tengdar fréttir Rory McIlroy: Yrði stórkostlegt fyrir golfið ef Tiger Woods spilar á Masters Mikill spenningur er í golfheiminum í aðdraganda Mastersmótsins, fyrsta risamóti ársins, eftir að það fréttist af því að Tiger Woods ætli mögulega að vera með. 31. mars 2022 13:01 Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. 30. mars 2022 09:31 Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. 7. apríl 2021 19:31 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rory McIlroy: Yrði stórkostlegt fyrir golfið ef Tiger Woods spilar á Masters Mikill spenningur er í golfheiminum í aðdraganda Mastersmótsins, fyrsta risamóti ársins, eftir að það fréttist af því að Tiger Woods ætli mögulega að vera með. 31. mars 2022 13:01
Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. 30. mars 2022 09:31
Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. 7. apríl 2021 19:31