Nei eða já: Westbrook í Lakers var tilraun sem klikkaði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 23:31 Strákarnir í þættinum Lögmál leiksins fóru um víðan völl í „Nei eða já“ í síðasta þætti. Stöð 2 Sport Liðurinn „Nei eða já“ var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og rétt eins og fyrri daginn fóru strákarnir um víðan völl. Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira