Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. apríl 2022 07:00 Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun