Svar við pistli Þórarins Árni Reynir Hassell Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 10:30 Mér finnst rétt að birta þetta Svar við pistli Þórarins núna, þótt pistillinn sem ég svari sé frá því í fyrra. Vegna þess að ég tel að besta leiðin til að grafa undan nýjasta pistli Þórarins Hjartarsonar, Sigurður Ingi og Hot Fuzz sem var birtur á Visir.is 5. apríl 2022 sé að taka í sundur pistilinn Hatursorðræða er ekki til. Pistill Þórarins Hjartarsonar, Hatursorðræða er ekki til sem birtist á Visir.is 20. október 2021, endurspeglar gjörsamlega það sem Þórarinn telur að sé að vandamálið við notkunina á orðinu hatursorðræða. Þórarinn biður um að öll umræða sé viðruð á ígrundaðan hátt og með rökum en engin rök er að finna í pistli hans. Þórarinn ásakar þá sem finnst hugtakið hatursorðræða eiga rétt á sér um að geta ekki tekið umræðu um þau málefni sem hafa verið flokkuð sem hatursorðræða. Hann þorir sjálfur ekki að skilgreina hvaða umræðu hann langar að taka. Þórarinn virðist ekki hafa íhugað að rökin fyrir því að hatursorðræða spilli umræðum megi nota gegn hans pistli, enda biður hann um að umræða sé takmörkuð. Pistill Þórarins er, þegar öllu er á botninn hvolft illa ígrundaður og gjörsamlega röklaus. Fjórar hugmyndir koma samt fram í pistli Þórarins um hugtakið hatursorðræðu, að það sé; Atlaga gegn tjáningarfrelsi, illa ígrundað hugtak, að það valdi því að haturshópar myndist og að það hafi verið notað í vafasömum tilgangi í gegnum söguna. Í stuttu máli virðist Þórarinn ekki sanna neitt annað en Marley-tilgátuna. Tilgátan er sú að grundvöllur þess að sjá og skilja fordóma í kringum sig sé sögulegur skilningur sem Þórarinn virðist skorta. Enda líkir hann notkun hatursorðræðu í dag við notkun á hugtakinu landráð í Norður-Kóreu og notkun rannsóknarréttarins á hugtakinu trúvilla. Bæði þessi hugtök hafa verið notuð til að refsa hverjum sem er, hvernig sem er. Hvorugt þessara hugtaka var samt raunverulega kallað hatursorðræða, eins og Þórarinn heldur ranglega fram. Líkingunni við kúgunartæki Kristni og Norður-Kóreu er auðvelt að fella ef við skoðum sögulegar forsendur þeirra hugtaka, sem voru og eru notuð af valdhafandi hópum til að kúga valdaminni hóp. Þessi tæki voru þar að auki ekki notuð til að skilgreina brot gegn manneskjum heldur brot gegn afstæðum hlutum eins og ríki eða trú. Samanburðurinn er rökleysa, líklega ekki sett fram í öðrum tilgangi en að afvegaleiða baráttu jaðarsettra hópa. Lög um hatursorðræðu í dag taka á skýran hátt fram að átt er við orðræðu gegn jaðarsettum hópum. Íslensku lögin sem mætti kalla lög gegn hatursorðræðu koma fram í almennum hegningarlögum undir Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þau hljóma svona: [233. gr. a. [Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.] 1)] 2) 1)L. 13/2014, 2. gr. 2)L. 96/1973, 1. gr. Nú finnst mér torskiljanlegt að ímynda sér misnotkun á þessum lögum þegar sönnunarbyrðin hvílir hjá fórnarlambinu. Ég veit ekki betur en að lögregluþjónn hafi nýverið komist upp með nákvæmlega þessa refsiverðu hegðun. Grundvöllur alls pistilsins verður þá í raun fullyrðingin um að enginn viti hvað hatursorðræða sé. Það er sannarlega rangt, orðið hatursorðræða er notað til að skilgreina orðræðu eða dreifingu hugmynda sem hvetja til öðrunar, afmennskunar eða ofbeldis. Þetta er ekki bara mín skoðun, bandarískir lagaúrskurðir samræmast þessu, einnig niðurstaða Evrópuráðs og orðabókin Britannica. Þórarinn heldur því fram að þetta sé illa ígrunduð merking en færir engin rök fyrir því, við eigum að taka hann á orðinu. En almennt samþykki ríkir um það hvað hatursorðræða sé, bæði fræðilega og lagalega. Merkingin er í raun einföld, auðskiljanleg og löngu samþykkt. Þórarinn virðist vera að segja að honum finnist varhugavert að setja lögbann á afmennskun fórnarlamba afmennskunar eða lögbann á hvatningu til þjóðarmorða gegn eftirlifendum fyrri þjóðarmorða, á þeim grundvelli að sú orðræða sé ofbeldi. Engin rök eru færð fyrir því að fólk eigi að þola umræðu sem er ofbeldi gegn þeim, önnur en að lögleiðing banns á hatursorðræðu valdefli haturshópa. Augljóst er að viðamestu hatursglæpir sögunnar eru framdir fyrir tilvist orðsins hatursorðræða. Með lagalegri skilgreiningu orðsins taka samfélög afstöðu gegn þessu forna hatri á skýran og áhrifaríkan hátt. Hegðun sem er mannskemmandi og jafnvel kynslóðaskemmandi er skilgreind sem ofbeldið sem hún réttilega er og gerð refsiverð. Skilgreining á hatursorðræðu í lögum er jafn þörf og allar aðrar skilgreiningar ofbeldis. Vandamálið sem Þórarinn bendir raunar á er hvernig varhugaverðir valdhafar nýta sér fáfræði og öðrun minnihlutahópa til að ná sínu fram og sameina ótengda hópa gegn ímynduðum sameiginlegum óvin, það er ekkert nýtt og óbreytt með tilkomu hugtaksins. Hér sjáum við aftur skort Þórarins á sögulegum skilningi, sem rennir frekari stoðum undir Marley- tilgátuna sem lausn á pistli Þórarins. Augljóst er að tilurð orðsins hatursorðræða hefur ekki valdeflt haturshópa, sem Þórarinn minnist einmitt á að séu flúnir í felur þótt þeir séu ennþá til. Þórarinn speglar fólkið sem hann hyggst setja út á og virðist ekki hafa íhugað hvað inngripið sem hann kallar eftir hefur í för með sér. En ef baráttan gegn hatursorðræðu á að víkja fyrir tjáningarfrelsi er réttast að álykta að baráttan gegn einelti þurfi líka að víkja á nákvæmlega sömu forsendum, meiðyrðamál og mál gegn ofbeldishótunum hljóta að víkja næst. Eða ætli Þórarinn dragi mörk tjáningarfrelsis við jaðarsetta hópa og finnist rétt að berjast gegn birtingarmyndum eineltis og kæra meiðyrði? Nú veit ég ekki, en eitt veit ég: Pistill Þórarins snerist í raun aldrei um tjáningarfrelsi. Að lokum spíralar pistillinn út í strámenn og tvípólavæðingu, enda hvorki fræði né hlutlægni að finna í pistlinum. Þórarinn ýjar að því að ekki séu til nægilega traustir stjórnmálamenn til að skilgreina hatursorðræðu til frambúðar eða að þeir sem mótmæli hatursorðræðu séu ekki tilbúnir í „umræðuna” bakvið hatrið. Nú geng ég út frá því að Þórarinn viti jafn vel og ég að ekki þurfi að negla niður lög eða skilgreiningar til frambúðar, þeim sé breytt ótt og títt. Því býð ég engin heildstæð mótrök við þessari rökleysu. Við fullyrðingum um skort á getu til að „takast á við” „umræðu” sem er ofbeldi gegn manni sjálfum er bara eitt svar: Það er fráleitt að þér finnist fólk skulda þér að þola ofbeldi og hótanir í þágu tjáningarfrelsis þíns. Höfundur er nemi í bókmenntafræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Mér finnst rétt að birta þetta Svar við pistli Þórarins núna, þótt pistillinn sem ég svari sé frá því í fyrra. Vegna þess að ég tel að besta leiðin til að grafa undan nýjasta pistli Þórarins Hjartarsonar, Sigurður Ingi og Hot Fuzz sem var birtur á Visir.is 5. apríl 2022 sé að taka í sundur pistilinn Hatursorðræða er ekki til. Pistill Þórarins Hjartarsonar, Hatursorðræða er ekki til sem birtist á Visir.is 20. október 2021, endurspeglar gjörsamlega það sem Þórarinn telur að sé að vandamálið við notkunina á orðinu hatursorðræða. Þórarinn biður um að öll umræða sé viðruð á ígrundaðan hátt og með rökum en engin rök er að finna í pistli hans. Þórarinn ásakar þá sem finnst hugtakið hatursorðræða eiga rétt á sér um að geta ekki tekið umræðu um þau málefni sem hafa verið flokkuð sem hatursorðræða. Hann þorir sjálfur ekki að skilgreina hvaða umræðu hann langar að taka. Þórarinn virðist ekki hafa íhugað að rökin fyrir því að hatursorðræða spilli umræðum megi nota gegn hans pistli, enda biður hann um að umræða sé takmörkuð. Pistill Þórarins er, þegar öllu er á botninn hvolft illa ígrundaður og gjörsamlega röklaus. Fjórar hugmyndir koma samt fram í pistli Þórarins um hugtakið hatursorðræðu, að það sé; Atlaga gegn tjáningarfrelsi, illa ígrundað hugtak, að það valdi því að haturshópar myndist og að það hafi verið notað í vafasömum tilgangi í gegnum söguna. Í stuttu máli virðist Þórarinn ekki sanna neitt annað en Marley-tilgátuna. Tilgátan er sú að grundvöllur þess að sjá og skilja fordóma í kringum sig sé sögulegur skilningur sem Þórarinn virðist skorta. Enda líkir hann notkun hatursorðræðu í dag við notkun á hugtakinu landráð í Norður-Kóreu og notkun rannsóknarréttarins á hugtakinu trúvilla. Bæði þessi hugtök hafa verið notuð til að refsa hverjum sem er, hvernig sem er. Hvorugt þessara hugtaka var samt raunverulega kallað hatursorðræða, eins og Þórarinn heldur ranglega fram. Líkingunni við kúgunartæki Kristni og Norður-Kóreu er auðvelt að fella ef við skoðum sögulegar forsendur þeirra hugtaka, sem voru og eru notuð af valdhafandi hópum til að kúga valdaminni hóp. Þessi tæki voru þar að auki ekki notuð til að skilgreina brot gegn manneskjum heldur brot gegn afstæðum hlutum eins og ríki eða trú. Samanburðurinn er rökleysa, líklega ekki sett fram í öðrum tilgangi en að afvegaleiða baráttu jaðarsettra hópa. Lög um hatursorðræðu í dag taka á skýran hátt fram að átt er við orðræðu gegn jaðarsettum hópum. Íslensku lögin sem mætti kalla lög gegn hatursorðræðu koma fram í almennum hegningarlögum undir Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þau hljóma svona: [233. gr. a. [Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.] 1)] 2) 1)L. 13/2014, 2. gr. 2)L. 96/1973, 1. gr. Nú finnst mér torskiljanlegt að ímynda sér misnotkun á þessum lögum þegar sönnunarbyrðin hvílir hjá fórnarlambinu. Ég veit ekki betur en að lögregluþjónn hafi nýverið komist upp með nákvæmlega þessa refsiverðu hegðun. Grundvöllur alls pistilsins verður þá í raun fullyrðingin um að enginn viti hvað hatursorðræða sé. Það er sannarlega rangt, orðið hatursorðræða er notað til að skilgreina orðræðu eða dreifingu hugmynda sem hvetja til öðrunar, afmennskunar eða ofbeldis. Þetta er ekki bara mín skoðun, bandarískir lagaúrskurðir samræmast þessu, einnig niðurstaða Evrópuráðs og orðabókin Britannica. Þórarinn heldur því fram að þetta sé illa ígrunduð merking en færir engin rök fyrir því, við eigum að taka hann á orðinu. En almennt samþykki ríkir um það hvað hatursorðræða sé, bæði fræðilega og lagalega. Merkingin er í raun einföld, auðskiljanleg og löngu samþykkt. Þórarinn virðist vera að segja að honum finnist varhugavert að setja lögbann á afmennskun fórnarlamba afmennskunar eða lögbann á hvatningu til þjóðarmorða gegn eftirlifendum fyrri þjóðarmorða, á þeim grundvelli að sú orðræða sé ofbeldi. Engin rök eru færð fyrir því að fólk eigi að þola umræðu sem er ofbeldi gegn þeim, önnur en að lögleiðing banns á hatursorðræðu valdefli haturshópa. Augljóst er að viðamestu hatursglæpir sögunnar eru framdir fyrir tilvist orðsins hatursorðræða. Með lagalegri skilgreiningu orðsins taka samfélög afstöðu gegn þessu forna hatri á skýran og áhrifaríkan hátt. Hegðun sem er mannskemmandi og jafnvel kynslóðaskemmandi er skilgreind sem ofbeldið sem hún réttilega er og gerð refsiverð. Skilgreining á hatursorðræðu í lögum er jafn þörf og allar aðrar skilgreiningar ofbeldis. Vandamálið sem Þórarinn bendir raunar á er hvernig varhugaverðir valdhafar nýta sér fáfræði og öðrun minnihlutahópa til að ná sínu fram og sameina ótengda hópa gegn ímynduðum sameiginlegum óvin, það er ekkert nýtt og óbreytt með tilkomu hugtaksins. Hér sjáum við aftur skort Þórarins á sögulegum skilningi, sem rennir frekari stoðum undir Marley- tilgátuna sem lausn á pistli Þórarins. Augljóst er að tilurð orðsins hatursorðræða hefur ekki valdeflt haturshópa, sem Þórarinn minnist einmitt á að séu flúnir í felur þótt þeir séu ennþá til. Þórarinn speglar fólkið sem hann hyggst setja út á og virðist ekki hafa íhugað hvað inngripið sem hann kallar eftir hefur í för með sér. En ef baráttan gegn hatursorðræðu á að víkja fyrir tjáningarfrelsi er réttast að álykta að baráttan gegn einelti þurfi líka að víkja á nákvæmlega sömu forsendum, meiðyrðamál og mál gegn ofbeldishótunum hljóta að víkja næst. Eða ætli Þórarinn dragi mörk tjáningarfrelsis við jaðarsetta hópa og finnist rétt að berjast gegn birtingarmyndum eineltis og kæra meiðyrði? Nú veit ég ekki, en eitt veit ég: Pistill Þórarins snerist í raun aldrei um tjáningarfrelsi. Að lokum spíralar pistillinn út í strámenn og tvípólavæðingu, enda hvorki fræði né hlutlægni að finna í pistlinum. Þórarinn ýjar að því að ekki séu til nægilega traustir stjórnmálamenn til að skilgreina hatursorðræðu til frambúðar eða að þeir sem mótmæli hatursorðræðu séu ekki tilbúnir í „umræðuna” bakvið hatrið. Nú geng ég út frá því að Þórarinn viti jafn vel og ég að ekki þurfi að negla niður lög eða skilgreiningar til frambúðar, þeim sé breytt ótt og títt. Því býð ég engin heildstæð mótrök við þessari rökleysu. Við fullyrðingum um skort á getu til að „takast á við” „umræðu” sem er ofbeldi gegn manni sjálfum er bara eitt svar: Það er fráleitt að þér finnist fólk skulda þér að þola ofbeldi og hótanir í þágu tjáningarfrelsis þíns. Höfundur er nemi í bókmenntafræði við HÍ.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun