Lögreglan ræddi við Mourinho og þjálfara Alfonsar eftir að upp úr sauð Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 08:01 Lorenzo Pellegrini og Alfons Sampsted í baráttunni í Bodö í gærkvöld. Getty Það var enn hiti í mönnum inni á búningsklefasvæðinu í Bodö í gærkvöld, eftir 2-1 sigur heimamanna gegn Roma í Sambandsdeildinni í fótbolta og var lögregla kölluð til. Mikill hefndarhugur er í fyrirliða Roma vegna málsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira