Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. apríl 2022 07:00 Guðrún Ragna Garðarsdóttir er alin upp á Seyðisfirði og fór strax um fermingu að leggja fyrir pening til þess að fara í arkitektanám í Frakklandi. Sem þó síðar breyttist því aðeins 32 ára gömul settist hún í forstjórastól Atlantsolíu en þar var vorið 2008. En hver er þessi kona og hvað kom til að hún varð forstjóri svona ung og það í olíubransanum af öllum geirum? Vísir/Vilhelm Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. Atlantsolía telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mati Creditinfo en félagið rekur 25 sjálfsafgreiðslustöðvar, þar af 18 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en sjö á landsbyggðinni. Fyrir stuttu var Guðrún kjörinn formaður Félags atvinnurekenda. En hver er hún og hvað varð til þess að svona ung kona fetaði þessa braut og í olíugeirann af öllum geirum? Seyðfirðingur í húð og hár Guðrún er fædd 13.júní árið 1976 á Seyðisfirði. Þaðan flutti hún með fjölskyldunni í bæinn aðeins eins árs en sjö ára flutti fjölskyldan aftur austur og því telur Guðrún sig fyrst og fremst vera Seyðifirðing. Guðrún er gift Jóni Vali Sigurðssyni sölumanni hjá Toppbílum og saman eiga þau þrjú börn: Magneu sem er 9 ára, Breka sem er 17 ára og Mikael sem er 21 árs. Jón Valur er líka frá Seyðisfirði og þar reynir fjölskyldan að eiga sem mestan tíma öll sumur og í öllum fríum. „Fyrstu jólin okkar í bænum voru árið 2018 því við erum fyrir austan öll jól, páska og drjúgan hluta sumarsins,“ segir Guðrún og bætir við að meira að segja krökkunum finnist varla jólin nema fjölskyldan sé á Seyðisfirði. Nánasta fjölskylda Guðrúnar og föðurfjölskylda Jóns búa að stórum hluta enn á Seyðisfirði og þar eiga þau sjálf afdrep. „Systir mín býr í íbúðinni sem var okkar æskuheimili en síðan eigum við íbúð fyrir neðan sem eitt sinn var kjörbúð en við breyttum í íbúð.“ Aurskriðurnar á Seyðisfirði rétt fyrir jólin 2020 munu seint líða landsmönnum úr minni. Enda mikið tjón sem hlaust af og fólk og híbýli í mikilli hættu. Guðrún var í höfuðborginni þegar skriðurnar féllu og segir það hafa verið mjög erfiða daga. Okkar hús var utan hættusvæðis þó að fyrstu skriðurnar sæust út um stofugluggan. Eins sluppu hús foreldra minna en það var erfitt að horfa upp á öll þessi hús fara og fólk missa heimili sín. Þegar stóra skriðan féll var ég heima að pakka niður fyrir austurferð. Það var erfitt að vera stödd í Reykjavík og vita að eitthvað hræðilegt væri að gerast og nánasta fjölskylda og vinir eru þarna. Maður getur ekkert gert nema horfa á fréttir reyna að ná sambandi og vona það besta. Aldrei hefði ég geta ímyndað mér að rýma þyrfti fallega bæinn okkar en það segir mikið um hversu alvarleg staðan var að heilt bæjarfélag var rýmt.“ En hvernig upplifun var það að fara aftur á Seyðisfjörð eftir skriðurnar? „Það var gott að koma aftur en erfitt að sjá með eigin augum alla eyðilegginguna. Við fórum í febrúar eftir skriðurnar og þá voru sárin og tjónið í bænum mjög sýnileg og mikil þó að hreinsunarstarf væri komið á fullt. En í fyrrasumar var allt annað upp á teningnum og óhætt að segja að sveitarfélagið og bæjarbúar séu búnir að vinna þar mikið þrekvirki,“ segir Guðrún og bætir við: „Það var nánast erfitt að trúa því í fyrra, hversu mikið var búið að laga og hversu mikið var búið að græða í sárin. Skiljanlega var mjög þungt hljóðið í fólki fyrst eftir skriðurnar en síðasta sumar fann maður að það var allt annað hljóð komið í skrokkinn. Fólk er hreinlega ákveðið í því að komast í gegnum þetta og ekki spillti fyrir hvað við fengum gott sumar í fyrra.“ Vildi ólm í burtu Guðrún var þó ekki eins æst í Seyðisfjörðinn á unglingsárunum og hún er í dag. „Nei þá vildi ég ekkert annað en að komast í burtu!“ segir Guðrún og hlær. Sextán ára flutti Guðrún því í bæinn og kláraði stúdentinn í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var með rosalega útþrá, vildi fara suður og síðan út í heim. Ég fór sem skiptinemi með ASSE til Frakklands í eitt ár og var með það úthugsað að fara eftir stúdentinn í arkitektarnám til Frakklands. Reyndar var ég svo ákveðin að ég var byrjuð að leggja fyrir pening í þessi plön strax við fermingu!“ En hvað annað en ástin breytti plönunum, eins og það einmitt svo oft er! „Já eftir stúdent vorum við Jón farin að búa saman og að safna peningum fyrir útborgun á íbúð. Ég var því orðin ráðsett og með hugann við allt annað en arkitektarnám í Frakklandi,“ segir Guðrún og hlær. Þótt ung væru, keyptu skötuhjúin íbúð í Vesturbænum. Guðrún vann í bókhaldi hjá kvikmyndafyrirtækinu Plútón en það vann að framleiðslu á þáttua, tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Guðrún og fjölskylda reyna að vera sem mest á Seyðisfirði og segir Guðrúnu börnunum varla finnast vera jólin nema þau séu þar. En sem unglingur var annað upp á teningnum því þá gat hún varla beðið eftir því að komast í burtu. Sextán ára flutti hún því í bæinn og fór í MR.Vísir/Vilhelm Ævintýrið í Barcelona Haustið 1999 ákvað Guðrún að fara í viðskiptafræðina í Háskóla Íslands og lauk henni samhliða því að vinna fulla vinnu að undaskyldu árinu þegar frumburðurinn Mikael fæddist árið 2001. „Ég valdi viðskiptafræðina vegna þess að mér fannst hún svo praktísk og ég hafði líka áttað mig á því í gegnum bókhaldsvinnuna að líklega ætti viðskiptafræðin vel við mig.. Eftir tímann í Plúton starfaði ég í bókhaldi og fjármálastýringu í Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar og verð svo ólétt af Breka sem fæðist árið 2005.“ Með tvö lítil börn og afborganir á íbúð í vesturbænum ákvað litla fjölskyldan að leggja í ævintýri. Til Barcelona. Já, í Barcelona fór Guðrún í meistaranámið sitt en Jón Valur tók fæðingarorlof og sá um börn og heimili. „Við pökkuðum bara saman og fylltum bílinn af dóti, tókum ferju til Danmerkur með einn fjögurra ára og einn sex mánaða og keyrðum svo frá Danmörku til Spánar,“ segir Guðrún og hlær mikið. Enda þekkja foreldrar það vel hversu mikið það getur nú tekið á að vera með lítil og óþolinmóð kríli í langferð. „Á þessum tíma var ekkert Google maps til þannig að jú, þessi ferð var algjört ævintýri. Þegar að við komum til Barcelona kom í ljós að íbúðin sem við áttum að fá fyrsta mánuðinn klikkaði og þá þurftum við að redda okkur á hóteli í viku og finna síðan íbúð.“ Sem þó tókst og bjó litla fjölskyldan í sól og sælu við ströndina rétt fyrir utan borgina á meðan Guðrún var í náminu. Íbúðin í vesturbænum var í útleigu á meðan. Ísland á toppnum Þegar fjölskyldan flutti aftur heim var allt að gerast á Íslandi. Íslenska bankakerfið var í forystu fyrir því að þjóðin taldi Ísland svo sannarlega vera komið á toppinn. Enda stefndi Guðrún strax að því að reyna að fá starf innan bankageirans. „Bankageirinn var einhvern veginn málið þarna á þessum tíma, þannig að ég horfði fyrst og fremst þangað, fór í nokkur viðtöl en var ekki sátt við það sem mér var boðið,“ segir Guðrún. Guðrún réði sig á endanum sem aðstoðarfjármálastjóri Atlantsolíu og hóf störf þar 1.september árið 2006. Atlantsolía var á þessum tíma ungt fyrirtæki en félagið var stofnað árið 2001 og hefur alla tíð verið í eigu þeirra Guðmundar Kjærnested og Brandon Charles Rose, sem Guðrún segir góða félaga sem báðir eru búsettir í Bandaríkjunum. „Þegar ég byrjaði var fyrirtækið í uppbyggingarfasa sem ég svo sem þekkti úr fyrri störfum. Mikið gekk út á að læra allt án þess að vera að finna upp hjólið . Það fylgir þessum tíma skemmtilegur bragur,“ segir Guðrún og bætir við: „Ég sá fyrir mér að vera hér í tvö til þrjú ár. Svona á meðan maður væri að koma því helsta í eitthvað skipulag og ferla. Síðan sá ég fyrir mér að fara að gera eitthvað annað.“ Heima fyrir gekk síðan allt út á það sama og flestar ungar fjölskyldur þekkja. „Koma betur undir okkur fótunum og kaupa parket og svona,“ segir Guðrún og brosir. Guðrún sá fyrir sér að starfa hjá Atlantsolíu í tvö til þrjú ár en þar byrjaði hún sinn starfsferil sem aðstoðarfjármálastjóri. Þegar Guðrún lauk meistaranáminu sínu í Barcelona, var bankageirinn mál málanna á Íslandi. En þrátt fyrir nokkur viðtöl var Guðrún ekki sátt við hvað henni var boðið í bönkunum og því varð úr að hún byrjaði hjá Atlantsolíu. Tveimur árum síðar varð bankahrunið og þá var Guðrún þegar orðin forstjóri Atlantsolíu.Vísir/Vilhelm Í forstjórastólinn 32 ára Í maí árið 2008 gerist það síðan að þáverandi forstjóri Atlantsolíu hættir. Guðrúnu er þá boðið að setjast í forstjórastólinn. Og fannst þér þetta starf aldrei nein spurning? „Jú jú. Ég velti því alveg fyrir mér hvort þetta væri sniðugt. Ég væri ung og kannski yrði þetta einhver algjör disaster. En síðan fór ég bara í þá pælingu að þarna væri ég að fá tækifæri sem ég fengi kannski aldrei aftur. Enda ef ég aldrei séð eftir því að hafa sagt Já.“ Lítandi til baka segist Guðrún aldrei muna eftir öðru en að hafa alls staðar verið vel tekið sem forsvarsmaður olíufélags. Þótt hún væri ung og já, þótt hún sé kona! Engan óraði þó fyrir þeirri atburðarrás sem hófst aðeins nokkrum mánuðum síðar. Þegar Geir Haarde blessa Ísland og hér fór allt í bál og brand. Bankahrunið var hafið. „Þetta var erfiður tími því það vissi enginn hvað myndi gerast og óvissan er oft verst. Þarna tók við tími gjaldeyrishafta, fyrirtæki voru með áhyggjur af innkaupum og fólk almennt með áhyggjur af störfum sínum eða aðstandenda,“ segir Guðrún og bætir við: „En við vorum heppin. Sem olíufélag teljumst við selja nauðsynjavöru og því kom aldrei hökt á innkaup hjá okkur og við þurftum heldur ekki að segja neinum upp. En það var allt þyngra.“ Púsluspilið sem lífið og tilveran kallar á Sem betur fer hafðist þetta þó allt og næstu árin gekk vel að byggja Atlantsolíu upp, sem smátt og smátt óx ásmegin. Lífið og tilveran hjá Guðrúnu og Jóni Val gekk þó út á það sama og flestar ungar fjölskyldur þekkja: Að púsla saman barnauppeldi, heimilisrekstri og vinnu. Því árið 2013 eignuðust þau hjónin yngsta barnið, Magneu og þá voru börnin orðin þrjú, fjölskyldan búsett í Vesturbænum en Guðrún starfandi á Óseyrarbraut í Hafnarfirði og eiginmaðurinn upp á Höfða. Og hvernig gekk þetta nú allt saman? „Ég hef alltaf lagt áherslu á að allar frístundir séu í vesturbænum. Þannig að þau geta labbað í skólann, labbað í fótboltann eða fimleika og svo framvegis. Ég var líka með Magneu hjá dagmömmu í Hafnarfirðiog tók hana með mér á morgnana og heim síðdegis,“ segir Guðrún. Þá hjálpaði það mikið að elsti sonurinn var orðinn 14 ára og gat hlaupið undir bagga með að sækja á leikskólann ef þess þurfti eftir að Magnea fékk loks leikskólapláss í Vesturbænum Jón Valur tók lengra fæðingarorlof þegar Magnea fæddist til að þetta gengi allt saman upp en sjálf tók Guðrún ekkert fæðingarorlof sem neinu nam á þessum tíma. En auðvita var þetta heilmikið púsluspil eins og hjá öllum. Árið 2014 ákvað Guðrún að taka MBA nám í HÍ. Með rúmlega eins árs gamalt barn heima fyrir og í krefjandi starfi er ekki laust við að augabrúnirnar á blaðamanni lyftist aðeins við þessar fregnir. „Já mér fannst bara á þessum tíma að ég þyrfti að fríska mig aðeins upp. Langt síðan ég hafði verið í skóla og langaði í einhverja áskorun. Sem ég var ekki að upplifa alveg í vinnunni á þeim tíma. Þannig að þetta var bara smá uppfærsla,“ segir Guðrún rólega og kímir. Með húsið á Seyðisfirði mótuðust ferðalög og frítímar fljótt þannig að allt gengur út á að komast til Seyðisfjarðar sem fyrst og vera sem lengst. Þó ferðaðist fjölskyldan líka regluglega til útlanda , Við erum mjög heimakær. Finnst gaman að elda góðan mat og eiga gæðastundir með fjölskyldu og vinum. En nú þegar krakkarnir eru að eldast má segja að þessi týpísku miðaldra áhugamál séu aðeins byrjað að tikka inn: fjallgöngur, laxveiði og fleira. Við erum meira að segja aðeins búin að reyna við golfið en ég held við bíðum lengur með það,“ segir Guðrún og skellir upp úr. Það eru ekki orkuskiptin, Covid eða bankahrunið sem koma fyrst upp í hugan hjá Guðrúnu þegar talið berst að stórum áskorunum. Heldur innkoma Costco á bensínmarkaðinn sem Guðrún segir að hafi breytt landslaginu því fram að þeim tíma voru Íslendingar mikið að eltast við afslætti og tilboð. Atlantsolía sagði Costco stríð á hendur og fór í mikla sókn sem gekk upp og segist Guðrún ekki síst stolt af liðsheildinni hjá starfsfólkinu og árangri félagsins í markaðsmálum.Vísir/Vilhelm Fleiri konur en karlar Síðustu árin hefur fyrirtækið vaxið í veltu ár frá ári, en stöðugildum fækkað frá því sem áður var. Guðrún segir það skýrast meðal annars af aukinni sjálfvirknivæðingu. Bara það eitt að sjá um bókhald í dag kalli ekki á eins marga starfsmenn og áður. Þá segir Guðrún félagið líka komið á annað þroskaskeið. Ekki sé lengur verið að læra á hlutina, heldur flest verkefni komin í betri ferla og uppbyggingarfasanum lokið. Sum störf hafa líka færst til. Sem dæmi nefnir Guðrún að í dag úthýsi Atlantsolía dreifingunni sem félagið sá sjálft um áður. Við þessa breytingu lögðust nokkur störf niður hjá félaginu og færðust í umsjón annarra. Þá hefur sitt hvað breyst í samtímanum miðað við það sem áður var. Í dag er sölu- og þjónustudeildin til dæmis ein og sama deildin. Áður fyrr voru þetta tvær deildir og þá með sölumönnum annars vegar en þjónustufulltrúum hins vegar. „Við erum tíu sem störfum hér. Þar af sex konur og fjórir karlmenn. Þetta klassíska olíufélag,“ segir Guðrún og hlær, vel meðvituð um að eflaust telst það einsdæmi í heiminum að hjá olíufélagi starfi fleiri konur en karlmenn. Amerísk samkeppni og breyttur markaður Þótt flestir séu enn með hugann við þær áskoranir sem blöstu við fyrirtækjum vegna Covid eru það önnur mál sem koma upp í huga Guðrúnar þegar þau mál eru rædd. Fyrir það fyrsta opnun Costco árið 2017. „Þessi ameríska samkeppni var stór áskorun svo ekki sé meira sagt. Ekki síst fyrir okkur í Atlantsolíu því við erum ekki mikið út á landi og Costco auðvitað bara með sína stöð hér á okkar aðalmarkaðssvæði. Til að mæta þessari samkeppni þurftum við að taka tvær stórar ákvarðanir: Annars vegar að sækja fram en hins vegar að hagræða. Þetta var því vörn og sókn á sama tíma.“ Að sögn Guðrúnar hefur tilkoma Costco breytt heilmiklu á markaðinum. Sjálf segist hún sannfærð um að þær breytingar megi líka rekja til þess hvernig Atlantsolía brást við. Því þegar þeir opna hafði allt gengið út á afslætti og afsláttarverð. En þarna var kominn aðili sem var ekkert með afslætti heldur hreinlega bara lægra verð. Það má segja að þarna hafi orðið til alveg nýtt konsept á markaðinum, afsláttarmódelið virkaði ekki lengur og jafn ótrúlegt og það hljómar vorum við einu aðilarnir á markaðinum sem svöruðum samkeppninni með því að lækka verð líka,“ segir Guðrún og vísar í að það hafi ekki verið fyrr en síðar sem hin olíufélögin fóru að gera það líka. Félagið byrjaði á því að lækka verð í Kaplakrika en þar er Atlantsolía með stöð sem ekki er mjög langt frá Costco. Síðar ákváðu þau að bæta við stöð á Sprengisandi og enn síðar opnaði félagið stöð á Akureyri. „Það hrikti svolítið í en þetta gekk samt allt mjög vel og við eigum þetta konsept líka svolítið,“ segir Guðrún. Aðspurðu um hvað hún telji hafa gegnt lykilhlutverki í að árangurinn gekk upp sem skyldi nefnir Guðrún að liðsheild í fyrirtækinu hafi skipt öllu máli en svo má líka nefna að markaðsherferðinn gekk fullkomlega upp. Guðrún segist sérstaklega stolt af þeim árangri sem félagið hefur náð í markaðsmálum, þrátt fyrir að vera með umtalsvert minna markaðsfé en helstu samkeppnisaðilar. Því það að starfa á jafn einsleitum markaði og olíumarkaðurinn er, þýðir líka að það að aðgreina sig er mikil áskorun. Atlantsolía hefur hlotið fjölda tilnefninga hjá ÍMARK fyrir auglýsingar, þar á meðal árið 2022. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á útvarpið sem miðil og það eru mörg ár síðan við hættum að auglýsa í prenti en höfum þessi í stað fært okkur meira yfir í vef- og samfélagsmiðla.“ Framundan hjá Guðrúnu er gott páskafrí á Seyðisfirði og Guðrún viðurkennir að eflaust er ekkert ólíklegt að hún og eiginmaðurinn flytji þangað á endanum. Ekkert var hægt að fá upp hjá Guðrúnu um fyrirætlanir félagsins til að mæta orskuskiptunum sem fyrirséð er að munu breyta kjarnastarfssemi olíufélaganna. En ljóst er að engan bilbug er á henni né félaginu að finna.Vísir/Vilhelm Ljóstrar ekki upp leyndarmálum Framundan er önnur og stór áskorun en það er að mæta orkuskiptunum. Guðrún segir að auðvitað muni það taka tíma að sjá orkuskiptin verða að veruleika alveg, en þó sé það fyrirséð að þessi breyting verður. Sem þýðir að olíufélögin þurfa að finna sér alveg nýjan farveg. Guðrún verður leyndardómsfull á svip þegar hún er spurð nánar um þetta. En gefur ekkert upp. Hún segir þó að í farvatninu sé heilmikið í gangi og í undirbúningi. Ekki sé tímabært að ræða þau áform nú. Guðrún segir þó engan bilbug á félaginu að finna. Né heldur eigendunum sem þó skoðuðu að selja fyrirtækið árið 2017, en hættu við þau áform á endanum. Eru einhverjar hugmyndir um að selja fyrirtækið nú? „Nei.“ En hvernig var Covid? „Ég hef aldrei séð neitt sambærilegt og fallið í sölu fyrstu vikurnar eftir að Covid fór af stað,“ segir Guðrún og lýsir eins og lóðréttri línu með höndunum. Enda fóru allir heim. Sumarið 2020 var þó svo gott að reksturinn var fljótur að jafna sig. Enda sumar þar sem landsmenn ferðuðust allir sem einn innanlands og allir héldu að Covid væri búið. ,,Síðan þá hefur maður kannski séð sveiflur við og við, sérstaklega ef það komu mjög hertar sóttvarnarreglur. En ekkert í líkingu við það sem við sáum fyrst.“ Í dag er það síðan stríðið í Úkraínu sem allir hafa eðlilegar áhyggjur af. Guðrún segist vona eins og allir að stríðinu ljúki sem fyrst. En fari svo að það dragist á langinn megi búast við áframhaldandi háu eldsneytisverði. Framundan er gott sumarfrí hjá Guðrúnu og fjölskyldu á Seyðisfirði. Og síðan spáir hún góðu sumri þar líka. Heldur þú kannski að þú endir bara þar? „Ef maðurinn minn mætti ráða værum við löngu flutt! En já, hver veit nema maður endi þar,“ segir Guðrún og hlær. Starfsframi Bensín og olía Stjórnun Auglýsinga- og markaðsmál Orkuskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Tengdar fréttir 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Atlantsolía telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mati Creditinfo en félagið rekur 25 sjálfsafgreiðslustöðvar, þar af 18 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en sjö á landsbyggðinni. Fyrir stuttu var Guðrún kjörinn formaður Félags atvinnurekenda. En hver er hún og hvað varð til þess að svona ung kona fetaði þessa braut og í olíugeirann af öllum geirum? Seyðfirðingur í húð og hár Guðrún er fædd 13.júní árið 1976 á Seyðisfirði. Þaðan flutti hún með fjölskyldunni í bæinn aðeins eins árs en sjö ára flutti fjölskyldan aftur austur og því telur Guðrún sig fyrst og fremst vera Seyðifirðing. Guðrún er gift Jóni Vali Sigurðssyni sölumanni hjá Toppbílum og saman eiga þau þrjú börn: Magneu sem er 9 ára, Breka sem er 17 ára og Mikael sem er 21 árs. Jón Valur er líka frá Seyðisfirði og þar reynir fjölskyldan að eiga sem mestan tíma öll sumur og í öllum fríum. „Fyrstu jólin okkar í bænum voru árið 2018 því við erum fyrir austan öll jól, páska og drjúgan hluta sumarsins,“ segir Guðrún og bætir við að meira að segja krökkunum finnist varla jólin nema fjölskyldan sé á Seyðisfirði. Nánasta fjölskylda Guðrúnar og föðurfjölskylda Jóns búa að stórum hluta enn á Seyðisfirði og þar eiga þau sjálf afdrep. „Systir mín býr í íbúðinni sem var okkar æskuheimili en síðan eigum við íbúð fyrir neðan sem eitt sinn var kjörbúð en við breyttum í íbúð.“ Aurskriðurnar á Seyðisfirði rétt fyrir jólin 2020 munu seint líða landsmönnum úr minni. Enda mikið tjón sem hlaust af og fólk og híbýli í mikilli hættu. Guðrún var í höfuðborginni þegar skriðurnar féllu og segir það hafa verið mjög erfiða daga. Okkar hús var utan hættusvæðis þó að fyrstu skriðurnar sæust út um stofugluggan. Eins sluppu hús foreldra minna en það var erfitt að horfa upp á öll þessi hús fara og fólk missa heimili sín. Þegar stóra skriðan féll var ég heima að pakka niður fyrir austurferð. Það var erfitt að vera stödd í Reykjavík og vita að eitthvað hræðilegt væri að gerast og nánasta fjölskylda og vinir eru þarna. Maður getur ekkert gert nema horfa á fréttir reyna að ná sambandi og vona það besta. Aldrei hefði ég geta ímyndað mér að rýma þyrfti fallega bæinn okkar en það segir mikið um hversu alvarleg staðan var að heilt bæjarfélag var rýmt.“ En hvernig upplifun var það að fara aftur á Seyðisfjörð eftir skriðurnar? „Það var gott að koma aftur en erfitt að sjá með eigin augum alla eyðilegginguna. Við fórum í febrúar eftir skriðurnar og þá voru sárin og tjónið í bænum mjög sýnileg og mikil þó að hreinsunarstarf væri komið á fullt. En í fyrrasumar var allt annað upp á teningnum og óhætt að segja að sveitarfélagið og bæjarbúar séu búnir að vinna þar mikið þrekvirki,“ segir Guðrún og bætir við: „Það var nánast erfitt að trúa því í fyrra, hversu mikið var búið að laga og hversu mikið var búið að græða í sárin. Skiljanlega var mjög þungt hljóðið í fólki fyrst eftir skriðurnar en síðasta sumar fann maður að það var allt annað hljóð komið í skrokkinn. Fólk er hreinlega ákveðið í því að komast í gegnum þetta og ekki spillti fyrir hvað við fengum gott sumar í fyrra.“ Vildi ólm í burtu Guðrún var þó ekki eins æst í Seyðisfjörðinn á unglingsárunum og hún er í dag. „Nei þá vildi ég ekkert annað en að komast í burtu!“ segir Guðrún og hlær. Sextán ára flutti Guðrún því í bæinn og kláraði stúdentinn í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var með rosalega útþrá, vildi fara suður og síðan út í heim. Ég fór sem skiptinemi með ASSE til Frakklands í eitt ár og var með það úthugsað að fara eftir stúdentinn í arkitektarnám til Frakklands. Reyndar var ég svo ákveðin að ég var byrjuð að leggja fyrir pening í þessi plön strax við fermingu!“ En hvað annað en ástin breytti plönunum, eins og það einmitt svo oft er! „Já eftir stúdent vorum við Jón farin að búa saman og að safna peningum fyrir útborgun á íbúð. Ég var því orðin ráðsett og með hugann við allt annað en arkitektarnám í Frakklandi,“ segir Guðrún og hlær. Þótt ung væru, keyptu skötuhjúin íbúð í Vesturbænum. Guðrún vann í bókhaldi hjá kvikmyndafyrirtækinu Plútón en það vann að framleiðslu á þáttua, tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Guðrún og fjölskylda reyna að vera sem mest á Seyðisfirði og segir Guðrúnu börnunum varla finnast vera jólin nema þau séu þar. En sem unglingur var annað upp á teningnum því þá gat hún varla beðið eftir því að komast í burtu. Sextán ára flutti hún því í bæinn og fór í MR.Vísir/Vilhelm Ævintýrið í Barcelona Haustið 1999 ákvað Guðrún að fara í viðskiptafræðina í Háskóla Íslands og lauk henni samhliða því að vinna fulla vinnu að undaskyldu árinu þegar frumburðurinn Mikael fæddist árið 2001. „Ég valdi viðskiptafræðina vegna þess að mér fannst hún svo praktísk og ég hafði líka áttað mig á því í gegnum bókhaldsvinnuna að líklega ætti viðskiptafræðin vel við mig.. Eftir tímann í Plúton starfaði ég í bókhaldi og fjármálastýringu í Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar og verð svo ólétt af Breka sem fæðist árið 2005.“ Með tvö lítil börn og afborganir á íbúð í vesturbænum ákvað litla fjölskyldan að leggja í ævintýri. Til Barcelona. Já, í Barcelona fór Guðrún í meistaranámið sitt en Jón Valur tók fæðingarorlof og sá um börn og heimili. „Við pökkuðum bara saman og fylltum bílinn af dóti, tókum ferju til Danmerkur með einn fjögurra ára og einn sex mánaða og keyrðum svo frá Danmörku til Spánar,“ segir Guðrún og hlær mikið. Enda þekkja foreldrar það vel hversu mikið það getur nú tekið á að vera með lítil og óþolinmóð kríli í langferð. „Á þessum tíma var ekkert Google maps til þannig að jú, þessi ferð var algjört ævintýri. Þegar að við komum til Barcelona kom í ljós að íbúðin sem við áttum að fá fyrsta mánuðinn klikkaði og þá þurftum við að redda okkur á hóteli í viku og finna síðan íbúð.“ Sem þó tókst og bjó litla fjölskyldan í sól og sælu við ströndina rétt fyrir utan borgina á meðan Guðrún var í náminu. Íbúðin í vesturbænum var í útleigu á meðan. Ísland á toppnum Þegar fjölskyldan flutti aftur heim var allt að gerast á Íslandi. Íslenska bankakerfið var í forystu fyrir því að þjóðin taldi Ísland svo sannarlega vera komið á toppinn. Enda stefndi Guðrún strax að því að reyna að fá starf innan bankageirans. „Bankageirinn var einhvern veginn málið þarna á þessum tíma, þannig að ég horfði fyrst og fremst þangað, fór í nokkur viðtöl en var ekki sátt við það sem mér var boðið,“ segir Guðrún. Guðrún réði sig á endanum sem aðstoðarfjármálastjóri Atlantsolíu og hóf störf þar 1.september árið 2006. Atlantsolía var á þessum tíma ungt fyrirtæki en félagið var stofnað árið 2001 og hefur alla tíð verið í eigu þeirra Guðmundar Kjærnested og Brandon Charles Rose, sem Guðrún segir góða félaga sem báðir eru búsettir í Bandaríkjunum. „Þegar ég byrjaði var fyrirtækið í uppbyggingarfasa sem ég svo sem þekkti úr fyrri störfum. Mikið gekk út á að læra allt án þess að vera að finna upp hjólið . Það fylgir þessum tíma skemmtilegur bragur,“ segir Guðrún og bætir við: „Ég sá fyrir mér að vera hér í tvö til þrjú ár. Svona á meðan maður væri að koma því helsta í eitthvað skipulag og ferla. Síðan sá ég fyrir mér að fara að gera eitthvað annað.“ Heima fyrir gekk síðan allt út á það sama og flestar ungar fjölskyldur þekkja. „Koma betur undir okkur fótunum og kaupa parket og svona,“ segir Guðrún og brosir. Guðrún sá fyrir sér að starfa hjá Atlantsolíu í tvö til þrjú ár en þar byrjaði hún sinn starfsferil sem aðstoðarfjármálastjóri. Þegar Guðrún lauk meistaranáminu sínu í Barcelona, var bankageirinn mál málanna á Íslandi. En þrátt fyrir nokkur viðtöl var Guðrún ekki sátt við hvað henni var boðið í bönkunum og því varð úr að hún byrjaði hjá Atlantsolíu. Tveimur árum síðar varð bankahrunið og þá var Guðrún þegar orðin forstjóri Atlantsolíu.Vísir/Vilhelm Í forstjórastólinn 32 ára Í maí árið 2008 gerist það síðan að þáverandi forstjóri Atlantsolíu hættir. Guðrúnu er þá boðið að setjast í forstjórastólinn. Og fannst þér þetta starf aldrei nein spurning? „Jú jú. Ég velti því alveg fyrir mér hvort þetta væri sniðugt. Ég væri ung og kannski yrði þetta einhver algjör disaster. En síðan fór ég bara í þá pælingu að þarna væri ég að fá tækifæri sem ég fengi kannski aldrei aftur. Enda ef ég aldrei séð eftir því að hafa sagt Já.“ Lítandi til baka segist Guðrún aldrei muna eftir öðru en að hafa alls staðar verið vel tekið sem forsvarsmaður olíufélags. Þótt hún væri ung og já, þótt hún sé kona! Engan óraði þó fyrir þeirri atburðarrás sem hófst aðeins nokkrum mánuðum síðar. Þegar Geir Haarde blessa Ísland og hér fór allt í bál og brand. Bankahrunið var hafið. „Þetta var erfiður tími því það vissi enginn hvað myndi gerast og óvissan er oft verst. Þarna tók við tími gjaldeyrishafta, fyrirtæki voru með áhyggjur af innkaupum og fólk almennt með áhyggjur af störfum sínum eða aðstandenda,“ segir Guðrún og bætir við: „En við vorum heppin. Sem olíufélag teljumst við selja nauðsynjavöru og því kom aldrei hökt á innkaup hjá okkur og við þurftum heldur ekki að segja neinum upp. En það var allt þyngra.“ Púsluspilið sem lífið og tilveran kallar á Sem betur fer hafðist þetta þó allt og næstu árin gekk vel að byggja Atlantsolíu upp, sem smátt og smátt óx ásmegin. Lífið og tilveran hjá Guðrúnu og Jóni Val gekk þó út á það sama og flestar ungar fjölskyldur þekkja: Að púsla saman barnauppeldi, heimilisrekstri og vinnu. Því árið 2013 eignuðust þau hjónin yngsta barnið, Magneu og þá voru börnin orðin þrjú, fjölskyldan búsett í Vesturbænum en Guðrún starfandi á Óseyrarbraut í Hafnarfirði og eiginmaðurinn upp á Höfða. Og hvernig gekk þetta nú allt saman? „Ég hef alltaf lagt áherslu á að allar frístundir séu í vesturbænum. Þannig að þau geta labbað í skólann, labbað í fótboltann eða fimleika og svo framvegis. Ég var líka með Magneu hjá dagmömmu í Hafnarfirðiog tók hana með mér á morgnana og heim síðdegis,“ segir Guðrún. Þá hjálpaði það mikið að elsti sonurinn var orðinn 14 ára og gat hlaupið undir bagga með að sækja á leikskólann ef þess þurfti eftir að Magnea fékk loks leikskólapláss í Vesturbænum Jón Valur tók lengra fæðingarorlof þegar Magnea fæddist til að þetta gengi allt saman upp en sjálf tók Guðrún ekkert fæðingarorlof sem neinu nam á þessum tíma. En auðvita var þetta heilmikið púsluspil eins og hjá öllum. Árið 2014 ákvað Guðrún að taka MBA nám í HÍ. Með rúmlega eins árs gamalt barn heima fyrir og í krefjandi starfi er ekki laust við að augabrúnirnar á blaðamanni lyftist aðeins við þessar fregnir. „Já mér fannst bara á þessum tíma að ég þyrfti að fríska mig aðeins upp. Langt síðan ég hafði verið í skóla og langaði í einhverja áskorun. Sem ég var ekki að upplifa alveg í vinnunni á þeim tíma. Þannig að þetta var bara smá uppfærsla,“ segir Guðrún rólega og kímir. Með húsið á Seyðisfirði mótuðust ferðalög og frítímar fljótt þannig að allt gengur út á að komast til Seyðisfjarðar sem fyrst og vera sem lengst. Þó ferðaðist fjölskyldan líka regluglega til útlanda , Við erum mjög heimakær. Finnst gaman að elda góðan mat og eiga gæðastundir með fjölskyldu og vinum. En nú þegar krakkarnir eru að eldast má segja að þessi týpísku miðaldra áhugamál séu aðeins byrjað að tikka inn: fjallgöngur, laxveiði og fleira. Við erum meira að segja aðeins búin að reyna við golfið en ég held við bíðum lengur með það,“ segir Guðrún og skellir upp úr. Það eru ekki orkuskiptin, Covid eða bankahrunið sem koma fyrst upp í hugan hjá Guðrúnu þegar talið berst að stórum áskorunum. Heldur innkoma Costco á bensínmarkaðinn sem Guðrún segir að hafi breytt landslaginu því fram að þeim tíma voru Íslendingar mikið að eltast við afslætti og tilboð. Atlantsolía sagði Costco stríð á hendur og fór í mikla sókn sem gekk upp og segist Guðrún ekki síst stolt af liðsheildinni hjá starfsfólkinu og árangri félagsins í markaðsmálum.Vísir/Vilhelm Fleiri konur en karlar Síðustu árin hefur fyrirtækið vaxið í veltu ár frá ári, en stöðugildum fækkað frá því sem áður var. Guðrún segir það skýrast meðal annars af aukinni sjálfvirknivæðingu. Bara það eitt að sjá um bókhald í dag kalli ekki á eins marga starfsmenn og áður. Þá segir Guðrún félagið líka komið á annað þroskaskeið. Ekki sé lengur verið að læra á hlutina, heldur flest verkefni komin í betri ferla og uppbyggingarfasanum lokið. Sum störf hafa líka færst til. Sem dæmi nefnir Guðrún að í dag úthýsi Atlantsolía dreifingunni sem félagið sá sjálft um áður. Við þessa breytingu lögðust nokkur störf niður hjá félaginu og færðust í umsjón annarra. Þá hefur sitt hvað breyst í samtímanum miðað við það sem áður var. Í dag er sölu- og þjónustudeildin til dæmis ein og sama deildin. Áður fyrr voru þetta tvær deildir og þá með sölumönnum annars vegar en þjónustufulltrúum hins vegar. „Við erum tíu sem störfum hér. Þar af sex konur og fjórir karlmenn. Þetta klassíska olíufélag,“ segir Guðrún og hlær, vel meðvituð um að eflaust telst það einsdæmi í heiminum að hjá olíufélagi starfi fleiri konur en karlmenn. Amerísk samkeppni og breyttur markaður Þótt flestir séu enn með hugann við þær áskoranir sem blöstu við fyrirtækjum vegna Covid eru það önnur mál sem koma upp í huga Guðrúnar þegar þau mál eru rædd. Fyrir það fyrsta opnun Costco árið 2017. „Þessi ameríska samkeppni var stór áskorun svo ekki sé meira sagt. Ekki síst fyrir okkur í Atlantsolíu því við erum ekki mikið út á landi og Costco auðvitað bara með sína stöð hér á okkar aðalmarkaðssvæði. Til að mæta þessari samkeppni þurftum við að taka tvær stórar ákvarðanir: Annars vegar að sækja fram en hins vegar að hagræða. Þetta var því vörn og sókn á sama tíma.“ Að sögn Guðrúnar hefur tilkoma Costco breytt heilmiklu á markaðinum. Sjálf segist hún sannfærð um að þær breytingar megi líka rekja til þess hvernig Atlantsolía brást við. Því þegar þeir opna hafði allt gengið út á afslætti og afsláttarverð. En þarna var kominn aðili sem var ekkert með afslætti heldur hreinlega bara lægra verð. Það má segja að þarna hafi orðið til alveg nýtt konsept á markaðinum, afsláttarmódelið virkaði ekki lengur og jafn ótrúlegt og það hljómar vorum við einu aðilarnir á markaðinum sem svöruðum samkeppninni með því að lækka verð líka,“ segir Guðrún og vísar í að það hafi ekki verið fyrr en síðar sem hin olíufélögin fóru að gera það líka. Félagið byrjaði á því að lækka verð í Kaplakrika en þar er Atlantsolía með stöð sem ekki er mjög langt frá Costco. Síðar ákváðu þau að bæta við stöð á Sprengisandi og enn síðar opnaði félagið stöð á Akureyri. „Það hrikti svolítið í en þetta gekk samt allt mjög vel og við eigum þetta konsept líka svolítið,“ segir Guðrún. Aðspurðu um hvað hún telji hafa gegnt lykilhlutverki í að árangurinn gekk upp sem skyldi nefnir Guðrún að liðsheild í fyrirtækinu hafi skipt öllu máli en svo má líka nefna að markaðsherferðinn gekk fullkomlega upp. Guðrún segist sérstaklega stolt af þeim árangri sem félagið hefur náð í markaðsmálum, þrátt fyrir að vera með umtalsvert minna markaðsfé en helstu samkeppnisaðilar. Því það að starfa á jafn einsleitum markaði og olíumarkaðurinn er, þýðir líka að það að aðgreina sig er mikil áskorun. Atlantsolía hefur hlotið fjölda tilnefninga hjá ÍMARK fyrir auglýsingar, þar á meðal árið 2022. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á útvarpið sem miðil og það eru mörg ár síðan við hættum að auglýsa í prenti en höfum þessi í stað fært okkur meira yfir í vef- og samfélagsmiðla.“ Framundan hjá Guðrúnu er gott páskafrí á Seyðisfirði og Guðrún viðurkennir að eflaust er ekkert ólíklegt að hún og eiginmaðurinn flytji þangað á endanum. Ekkert var hægt að fá upp hjá Guðrúnu um fyrirætlanir félagsins til að mæta orskuskiptunum sem fyrirséð er að munu breyta kjarnastarfssemi olíufélaganna. En ljóst er að engan bilbug er á henni né félaginu að finna.Vísir/Vilhelm Ljóstrar ekki upp leyndarmálum Framundan er önnur og stór áskorun en það er að mæta orkuskiptunum. Guðrún segir að auðvitað muni það taka tíma að sjá orkuskiptin verða að veruleika alveg, en þó sé það fyrirséð að þessi breyting verður. Sem þýðir að olíufélögin þurfa að finna sér alveg nýjan farveg. Guðrún verður leyndardómsfull á svip þegar hún er spurð nánar um þetta. En gefur ekkert upp. Hún segir þó að í farvatninu sé heilmikið í gangi og í undirbúningi. Ekki sé tímabært að ræða þau áform nú. Guðrún segir þó engan bilbug á félaginu að finna. Né heldur eigendunum sem þó skoðuðu að selja fyrirtækið árið 2017, en hættu við þau áform á endanum. Eru einhverjar hugmyndir um að selja fyrirtækið nú? „Nei.“ En hvernig var Covid? „Ég hef aldrei séð neitt sambærilegt og fallið í sölu fyrstu vikurnar eftir að Covid fór af stað,“ segir Guðrún og lýsir eins og lóðréttri línu með höndunum. Enda fóru allir heim. Sumarið 2020 var þó svo gott að reksturinn var fljótur að jafna sig. Enda sumar þar sem landsmenn ferðuðust allir sem einn innanlands og allir héldu að Covid væri búið. ,,Síðan þá hefur maður kannski séð sveiflur við og við, sérstaklega ef það komu mjög hertar sóttvarnarreglur. En ekkert í líkingu við það sem við sáum fyrst.“ Í dag er það síðan stríðið í Úkraínu sem allir hafa eðlilegar áhyggjur af. Guðrún segist vona eins og allir að stríðinu ljúki sem fyrst. En fari svo að það dragist á langinn megi búast við áframhaldandi háu eldsneytisverði. Framundan er gott sumarfrí hjá Guðrúnu og fjölskyldu á Seyðisfirði. Og síðan spáir hún góðu sumri þar líka. Heldur þú kannski að þú endir bara þar? „Ef maðurinn minn mætti ráða værum við löngu flutt! En já, hver veit nema maður endi þar,“ segir Guðrún og hlær.
Starfsframi Bensín og olía Stjórnun Auglýsinga- og markaðsmál Orkuskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Tengdar fréttir 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00
Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57
„Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00
Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00