Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:20 Útlit er fyrir æsispennandi kosningar þann 24. apríl næstkomandi. Getty Images Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43