„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 10:50 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hér lengst til vinstri. Lengst til hægri má sjá Aleksander Dvornikov, sem gjarnan er kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Þessi mynd var tekin árið 2020. EPA/ALEXEI DRUZHININ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55