Sjáðu stórbrotna auglýsingu Hannesar: Áflog í uppsiglingu og Óskar á hvítum hesti Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2022 12:02 Stjörnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er á meðal þeirra sem leika í auglýsingunni. Skjáskot Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag var frumsýnd ný auglýsing úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands frá upphafi. Þjálfarar og leikmenn deildarinnar eru þar í aðalhlutverkum. Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30