Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 102-79 | Þórsarar tóku forystuna eftir glansleik Andri Már Eggertsson skrifar 12. apríl 2022 23:11 vísir/vilhelm Þór Þorlákshöfn er komið í 2-1 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Þór var yfir allan leikinn en seinni hálfleikur liðsins stóð upp úr þar sem Grindavík átti ekki möguleika. Þór vann á endanum 23 stiga sigur 102-79. Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn betur. Þór spilaði þétta vörn sem skilaði heimamönnum auðveldum hraðaupphlaupum. Eftir tæplega sjö mínútna leik var Þór tíu stigum yfir 24-14. Sóknarleikur Þórs var afar vel smurður á löngum köflum í fyrri hálfleik og fengu heimamenn auðveldar körfur inni í teig. Eftir korter hafði Þór tekið 14 skot fyrir innan þriggja stiga línuna og hitt úr 13 sem var 92 prósent nýting. Það var gaman að sjá hvernig Þór spilaði á Ivan Aurrecoechea sérstaklega í fyrsta leikhluta. Heimamenn gáfu honum engar auðveldar körfur og reyndu alltaf að brjóta á honum. Ivan tók átta víti og klikkaði aðeins á fyrsta vítinu. Þríeyki Grindavíkur þeir EC Matthews, Naor Sharabani og Ivan Aurrecoechea voru einu sem gerðu yfir þrjú stig í fyrri hálfleik en Ólafur Ólafsson var sá fjórði sem tókst að setja stig á töfluna fyrir Grindavík. Ólafur tók átta skot og hitti úr einu. Miðað við gang leiksins var eiginlega ótrúlegt að Grindavík voru aðeins sjö stigum undir í hálfleik 55-48. Þór mætti með rafmagnsgítarinn í seinni hálfleik og þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar hafði Þór gert tólf stiga áhlaup 15-3. Baráttuglaðir Grindvíkingar voru ekki að fara leggja árar í bát og svöruðu með átta stiga áhlaupi sem kveikti í stuðningsmönnum liðsins sem fjölmenntu á leikinn. Þór vann þriðja leikhluta með tíu stigum og voru heimamenn sautján stigum yfir fyrir síðustu lotu. Þór Þorlákshöfn gaf ekkert eftir í fjórða leikhluta og voru úrslit leiksins ráðin snemma í síðasta fjórðungi. Það er spilað ört í úrslitakeppninni og voru bæði lið búin að setja alla sína byrjunarliðsmenn á bekkinn þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir. Þór Þorlákshöfn vann að lokum stórsigur 102-79. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það er afar erfitt að eiga við Þór Þorlákshöfn þegar liðið er í þessum gír. Sóknarleikur Þórs var frábær frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Vörn Þórs small í seinni hálfleik sem endaði með að Grindavík tókst aðeins að gera 31 stig á tuttugu mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Kyle Johnson var í byrjunarlið Þórs Þorlákshafnar í kvöld og skilaði góðri frammistöðu. Kyle gerði 29 stig, tók 7 fráköst og endaði með 30 framlagspunkta. Glynn Watson var þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu. Glynn gerði 22 stig, tók 7 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og endaði með 36 framlagspunkta. Naor Sharabani, leikmaður Grindavíkur, átti afar góðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 19 stig. Naor fann sig aldrei í seinni hálfleik þar sem hann gerði aðeins tvö stig. Hvað gekk illa? Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, endaði með níu stig í kvöld sem var níu stigum meira en hann gerði í seinasta leik en Ólafur var samt slakasti maður vallarins í kvöld. Ólafur tók 17 skot og hitti úr þremur. Með Ólaf á vellinum tapaði Grindavík með 28 stigum. Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, átti afar lélegan leik fyrir utan þriggja stiga línuna. Davíð tók sjö þriggja stiga skot og klikkaði úr öllum. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á föstudaginn í HS-Orku höllinni klukkan 18:15. Kristófer Breki: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik Kristófer Breki var svekktur eftir leikVísir/Bára Dröfn Kristófer Breki Gylfason, leikmaður Grindavíkur, var afar svekktur með 21 stiga tap í Þorlákshöfn. „Mér fannst vörnin okkar léleg og vorum við áberandi seinir til baka,“ sagði svekktur Kristófer Breki í samtali við Vísi eftir leik. Grindavík var aðeins sjö stigum undir í hálfleik en Kristófer Breki og félagar í Grindavík áttu engin svör við leik Þórs Þorlákshafnar. „Við byrjuðum seinni hálfleik illa. Þór komst svo sautján stigum yfir og við náðum okkur aldrei eftir það.“ Liðin mætast næst á heimavelli Grindavíkur og vill Breki sjá miklu betri vörn hjá Grindavík. „Við verðum að vera miklu harðari varnarlega. Eftir svona leik þurfum við að laga allt,“ sagði Kristófer Breki að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík
Þór Þorlákshöfn er komið í 2-1 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Þór var yfir allan leikinn en seinni hálfleikur liðsins stóð upp úr þar sem Grindavík átti ekki möguleika. Þór vann á endanum 23 stiga sigur 102-79. Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn betur. Þór spilaði þétta vörn sem skilaði heimamönnum auðveldum hraðaupphlaupum. Eftir tæplega sjö mínútna leik var Þór tíu stigum yfir 24-14. Sóknarleikur Þórs var afar vel smurður á löngum köflum í fyrri hálfleik og fengu heimamenn auðveldar körfur inni í teig. Eftir korter hafði Þór tekið 14 skot fyrir innan þriggja stiga línuna og hitt úr 13 sem var 92 prósent nýting. Það var gaman að sjá hvernig Þór spilaði á Ivan Aurrecoechea sérstaklega í fyrsta leikhluta. Heimamenn gáfu honum engar auðveldar körfur og reyndu alltaf að brjóta á honum. Ivan tók átta víti og klikkaði aðeins á fyrsta vítinu. Þríeyki Grindavíkur þeir EC Matthews, Naor Sharabani og Ivan Aurrecoechea voru einu sem gerðu yfir þrjú stig í fyrri hálfleik en Ólafur Ólafsson var sá fjórði sem tókst að setja stig á töfluna fyrir Grindavík. Ólafur tók átta skot og hitti úr einu. Miðað við gang leiksins var eiginlega ótrúlegt að Grindavík voru aðeins sjö stigum undir í hálfleik 55-48. Þór mætti með rafmagnsgítarinn í seinni hálfleik og þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar hafði Þór gert tólf stiga áhlaup 15-3. Baráttuglaðir Grindvíkingar voru ekki að fara leggja árar í bát og svöruðu með átta stiga áhlaupi sem kveikti í stuðningsmönnum liðsins sem fjölmenntu á leikinn. Þór vann þriðja leikhluta með tíu stigum og voru heimamenn sautján stigum yfir fyrir síðustu lotu. Þór Þorlákshöfn gaf ekkert eftir í fjórða leikhluta og voru úrslit leiksins ráðin snemma í síðasta fjórðungi. Það er spilað ört í úrslitakeppninni og voru bæði lið búin að setja alla sína byrjunarliðsmenn á bekkinn þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir. Þór Þorlákshöfn vann að lokum stórsigur 102-79. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það er afar erfitt að eiga við Þór Þorlákshöfn þegar liðið er í þessum gír. Sóknarleikur Þórs var frábær frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Vörn Þórs small í seinni hálfleik sem endaði með að Grindavík tókst aðeins að gera 31 stig á tuttugu mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Kyle Johnson var í byrjunarlið Þórs Þorlákshafnar í kvöld og skilaði góðri frammistöðu. Kyle gerði 29 stig, tók 7 fráköst og endaði með 30 framlagspunkta. Glynn Watson var þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu. Glynn gerði 22 stig, tók 7 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og endaði með 36 framlagspunkta. Naor Sharabani, leikmaður Grindavíkur, átti afar góðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 19 stig. Naor fann sig aldrei í seinni hálfleik þar sem hann gerði aðeins tvö stig. Hvað gekk illa? Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, endaði með níu stig í kvöld sem var níu stigum meira en hann gerði í seinasta leik en Ólafur var samt slakasti maður vallarins í kvöld. Ólafur tók 17 skot og hitti úr þremur. Með Ólaf á vellinum tapaði Grindavík með 28 stigum. Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, átti afar lélegan leik fyrir utan þriggja stiga línuna. Davíð tók sjö þriggja stiga skot og klikkaði úr öllum. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á föstudaginn í HS-Orku höllinni klukkan 18:15. Kristófer Breki: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik Kristófer Breki var svekktur eftir leikVísir/Bára Dröfn Kristófer Breki Gylfason, leikmaður Grindavíkur, var afar svekktur með 21 stiga tap í Þorlákshöfn. „Mér fannst vörnin okkar léleg og vorum við áberandi seinir til baka,“ sagði svekktur Kristófer Breki í samtali við Vísi eftir leik. Grindavík var aðeins sjö stigum undir í hálfleik en Kristófer Breki og félagar í Grindavík áttu engin svör við leik Þórs Þorlákshafnar. „Við byrjuðum seinni hálfleik illa. Þór komst svo sautján stigum yfir og við náðum okkur aldrei eftir það.“ Liðin mætast næst á heimavelli Grindavíkur og vill Breki sjá miklu betri vörn hjá Grindavík. „Við verðum að vera miklu harðari varnarlega. Eftir svona leik þurfum við að laga allt,“ sagði Kristófer Breki að lokum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu