Þorleifur byrjaði á varamannabekk Houston-liðsins, en kom inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Tíu mínútum síðar nældi liðsfélagi hans, varnarmaðurinn Teenage Lingani Hadebe, sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Þorleifur og félagar héldu hins vegar út manni færri og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Houston Dynamo er nú með 12 stig eftir sjö leiki og situr í fimmta sæti Vesturdeildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Austin FC.
Clean sheet and a point taken.
— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) April 17, 2022
Next up - @opencup.#HoldItDown
Þá unnu Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í New England Revolution góðan 2-1 sigur gegn Charlotte í nótt, en Arnór Ingvi kom inn af varamannabekknum á lokamínútunum.
Arnór og félagar hafa nú tekið sjö stig í jafn mörgum leikjum og sitja í tíunda sæti Austurdeildarinnar.
Að lokum var Róbert Orri Þorkelsson ónotaður varamaður er CF Montreal vann 2-1 sigur gegn Vancouver Whitecaps.