Manchester City biðst afsökunar á hegðun stuðningsmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 11:31 Einhverjum stuðningsmönnum fannst við hæfi að syngja á meðan leikmenn heiðruðu minningu þeirra 97 einstaklinga sem létust í mannskæðasta slysi breskrar íþróttasögu. Shaun Botterill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur beðist afsökunar á hegðun stuðningsmanna liðsins eftir leik City og Liverpool í undanúrslitum FA-bikarsins í gær. Einhverjir stuðningsmenn liðsins sungu hástöfum á meðan mínútuþögn fyrir leikinn stóð yfir. Fyrir leikinn var gerð mínútuþögn til að minnast þeirra 97 einstaklinga sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 33 árum, þann 15. apríl 1989. Dómari leiksins, Michael Oliver, þurfti hins vegar að rjúfa þögnina áður en mínútan var liðin þar sem að einhverjum stuðningsmönnum Manchester City þótti það við hæfi að syngja hástöfum á meðan þögninni stóð. Manchester City has apologized to Liverpool and condemned supporters who chanted during a minute’s silence to mark the 33rd anniversary of the Hillsborough disaster. https://t.co/I4WgCthBqL— AP Sports (@AP_Sports) April 16, 2022 „Knattspyrnufélagið Manchester City er virkilega vonsvikið út í hegðun nokkurra stuðningsmanna liðsins á meðan þögninni fyrir leikinn stóð,“ sagði talsmaður Englandsmeistaranna. „Félagið biður alla þá sem eru tengdir Liverpool á einhvern hátt innilegrar afsökunar.“ Margir stuðningsmenn Liverpool bauluðu á stuðningsmenn andstæðinganna þegar Michael Oliver þurfti að rjúfa þögnina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að á stundum sem þessum verði fólk að leggja keppnisskapið til hliðar. „Ég heyrði að City hefði sent frá sér yfirlýsingu sem er gott,“ sagði Klopp. „Það eru augnablik í fótboltanum þar sem öll samkeppni á að vera lögð til hliðar. Ég er viss um að þetta voru ekki allir stuðningsmenn City, en vonandi fengu þeir sem voru að þessu orð í eyra frá þeim sem voru í kringum þá.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta fólk stendur ekki fyrir það sem við erum. Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu sem ég styð algjörlega,“ sagði Spánverjinn. Eins og áður segir fórust 97 stuðningsmenn Liverpool þann 15. apríl 1989. Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum á undanúrslitaleik FA-bikarsins þar sem Liverpool og Nottingham Forest áttust við. Enn þann dag í dag er þetta mannskæðasta slys breskrar íþróttasögu. Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Fyrir leikinn var gerð mínútuþögn til að minnast þeirra 97 einstaklinga sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 33 árum, þann 15. apríl 1989. Dómari leiksins, Michael Oliver, þurfti hins vegar að rjúfa þögnina áður en mínútan var liðin þar sem að einhverjum stuðningsmönnum Manchester City þótti það við hæfi að syngja hástöfum á meðan þögninni stóð. Manchester City has apologized to Liverpool and condemned supporters who chanted during a minute’s silence to mark the 33rd anniversary of the Hillsborough disaster. https://t.co/I4WgCthBqL— AP Sports (@AP_Sports) April 16, 2022 „Knattspyrnufélagið Manchester City er virkilega vonsvikið út í hegðun nokkurra stuðningsmanna liðsins á meðan þögninni fyrir leikinn stóð,“ sagði talsmaður Englandsmeistaranna. „Félagið biður alla þá sem eru tengdir Liverpool á einhvern hátt innilegrar afsökunar.“ Margir stuðningsmenn Liverpool bauluðu á stuðningsmenn andstæðinganna þegar Michael Oliver þurfti að rjúfa þögnina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að á stundum sem þessum verði fólk að leggja keppnisskapið til hliðar. „Ég heyrði að City hefði sent frá sér yfirlýsingu sem er gott,“ sagði Klopp. „Það eru augnablik í fótboltanum þar sem öll samkeppni á að vera lögð til hliðar. Ég er viss um að þetta voru ekki allir stuðningsmenn City, en vonandi fengu þeir sem voru að þessu orð í eyra frá þeim sem voru í kringum þá.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta fólk stendur ekki fyrir það sem við erum. Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu sem ég styð algjörlega,“ sagði Spánverjinn. Eins og áður segir fórust 97 stuðningsmenn Liverpool þann 15. apríl 1989. Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum á undanúrslitaleik FA-bikarsins þar sem Liverpool og Nottingham Forest áttust við. Enn þann dag í dag er þetta mannskæðasta slys breskrar íþróttasögu.
Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira