Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 10:10 Nokkrir af mönnunum sem dæmdir voru í gær. Margir þeirra sem tóku þátt í ódæðinu tóku það upp á myndband og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. AP/Aftab Rizvi Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn. Pakistan Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn.
Pakistan Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira