Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. apríl 2022 12:31 Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir vildu báðar formannssætið í Eflingu. Sólveig Anna hafði betur. Vísir/Vilhelm Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. „Við undirrituð, félagsmenn í Eflingu-stéttarfélagi, krefjumst þess að haldinn verði félagsfundur föstudaginn 22. apríl kl. 17:00,” segir kröfubréf félagsmanna með um fimm hundruð undirskriftum. Á fundinum á að ræða ákvörðun stjórnar Eflingar um hópuppsögn á skrifstofunni og svo önnur mál. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að leggja fram vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann á fundinum. Undirskriftarlistinn var afhentur stjórninni í gær. Samkvæmt lögum Eflingar þyrfti helst að auglýsa félagsfund þremur dögum áður en hann er haldinn, sem er þá í dag. Sólveig Anna sendi félagsmönnum tölvupóst í gær þar sem fundurinn er meðal annars til umræðu. Þar segir hún að stjórnin muni koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu fundarins og biður félagsmenn að fylgjast með. Hefur ekki trú á fundi á föstudag Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún efist stórlega um að stjórnin verði við kröfu félagsmannanna. Hún er mjög harðorð í garð Sólveigar Önnu og segir félagsmenn eiga skilið að fá útskýringar á fordæmalausri hópuppsögn starfsmanna Eflingar. Hún býst fastlega við því að Sólveig Anna fresti fundinum og gagnrýnir hana harðlega fyrir ákvarðanir hennar undanfarið. „Hún er að eyðileggja verkalýðshreyfinguna og allt starf sem þar hefur verið unnið síðustu tvö ár.” „Starfsfólk Eflingar mætti upp til hópa ekki til vinnu í dag” Í pósti Sólveigar segir líka starfsfólk Eflingar hafi upp til hópa ekki mætt til vinnu í gær, en hægt verði að halda móttöku og skrifstofu Eflingar opinni og sinna grunnþjónustu með þeim örfáu starfsmönnum sem þó mæta. Vilja ekki veita viðtal Fréttastofa reyndi að fá viðtal við Sólveigu Önnu í morgun, en við því var ekki orðið. Sömuleiðis vildi Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, ekki veita viðtal, og heldur ekki ritarinn Ólöf Helga Adolfsdóttir. Póstar ekki lengur sendir á pólsku Einhverjir fyrrverandi starfsmenn Eflingar deildu tölvupóstinum á Facebook í dag, meðal annars Vala Árnadóttir. Hún fer hörðum orðum um aðgerðir stjórnarinnar og segir þau ekki bera virðingu fyrir því áfalli sem starfsfólk varð fyrir í síðustu viku þegar öllum var sagt upp. Þá gagnrýnir Vala orðalagið í póstinum og segir það uppfullt af vanvirðingu, en undirstrikar að allir tölvupóstar til félagsmanna hafi síðustu fjögur ár líka verið sendir á pólsku, þar sem þriðjungur eru pólskir. Hins vegar hafi ný stjórn sent síðustu tvo pósta til félagsmanna einungis á íslensku og ensku og það sé einkennileg afturför. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48 Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. 20. apríl 2022 10:31 Snúnar kjaraviðræður fram undan eftir hópuppsögn Eflingar Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur einsýnt að hópuppsagnir innan Eflingar muni hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. Hann furðar sig á forystu verkalýðshreyfingarinnar. 19. apríl 2022 14:10 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
„Við undirrituð, félagsmenn í Eflingu-stéttarfélagi, krefjumst þess að haldinn verði félagsfundur föstudaginn 22. apríl kl. 17:00,” segir kröfubréf félagsmanna með um fimm hundruð undirskriftum. Á fundinum á að ræða ákvörðun stjórnar Eflingar um hópuppsögn á skrifstofunni og svo önnur mál. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að leggja fram vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann á fundinum. Undirskriftarlistinn var afhentur stjórninni í gær. Samkvæmt lögum Eflingar þyrfti helst að auglýsa félagsfund þremur dögum áður en hann er haldinn, sem er þá í dag. Sólveig Anna sendi félagsmönnum tölvupóst í gær þar sem fundurinn er meðal annars til umræðu. Þar segir hún að stjórnin muni koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu fundarins og biður félagsmenn að fylgjast með. Hefur ekki trú á fundi á föstudag Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún efist stórlega um að stjórnin verði við kröfu félagsmannanna. Hún er mjög harðorð í garð Sólveigar Önnu og segir félagsmenn eiga skilið að fá útskýringar á fordæmalausri hópuppsögn starfsmanna Eflingar. Hún býst fastlega við því að Sólveig Anna fresti fundinum og gagnrýnir hana harðlega fyrir ákvarðanir hennar undanfarið. „Hún er að eyðileggja verkalýðshreyfinguna og allt starf sem þar hefur verið unnið síðustu tvö ár.” „Starfsfólk Eflingar mætti upp til hópa ekki til vinnu í dag” Í pósti Sólveigar segir líka starfsfólk Eflingar hafi upp til hópa ekki mætt til vinnu í gær, en hægt verði að halda móttöku og skrifstofu Eflingar opinni og sinna grunnþjónustu með þeim örfáu starfsmönnum sem þó mæta. Vilja ekki veita viðtal Fréttastofa reyndi að fá viðtal við Sólveigu Önnu í morgun, en við því var ekki orðið. Sömuleiðis vildi Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, ekki veita viðtal, og heldur ekki ritarinn Ólöf Helga Adolfsdóttir. Póstar ekki lengur sendir á pólsku Einhverjir fyrrverandi starfsmenn Eflingar deildu tölvupóstinum á Facebook í dag, meðal annars Vala Árnadóttir. Hún fer hörðum orðum um aðgerðir stjórnarinnar og segir þau ekki bera virðingu fyrir því áfalli sem starfsfólk varð fyrir í síðustu viku þegar öllum var sagt upp. Þá gagnrýnir Vala orðalagið í póstinum og segir það uppfullt af vanvirðingu, en undirstrikar að allir tölvupóstar til félagsmanna hafi síðustu fjögur ár líka verið sendir á pólsku, þar sem þriðjungur eru pólskir. Hins vegar hafi ný stjórn sent síðustu tvo pósta til félagsmanna einungis á íslensku og ensku og það sé einkennileg afturför.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48 Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. 20. apríl 2022 10:31 Snúnar kjaraviðræður fram undan eftir hópuppsögn Eflingar Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur einsýnt að hópuppsagnir innan Eflingar muni hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. Hann furðar sig á forystu verkalýðshreyfingarinnar. 19. apríl 2022 14:10 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19
Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48
Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. 20. apríl 2022 10:31
Snúnar kjaraviðræður fram undan eftir hópuppsögn Eflingar Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur einsýnt að hópuppsagnir innan Eflingar muni hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. Hann furðar sig á forystu verkalýðshreyfingarinnar. 19. apríl 2022 14:10
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00