Þörf á vandaðri stjórnsýslu í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifa 25. apríl 2022 11:01 Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Njörður Sigurðsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun