Nokkuð fjölmenn mótmæli voru á Austurvelli á laugardaginn en kallað er eftir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér og að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra „kasti inn handklæðinu“, eins og segir á einu af fjölmörgum skiltum mótmælenda.
Tilefnið er nýleg sala ríkisins á 22,5 prósenta hlut sínum í Íslandsbanka sem hart hefur verið deilt um undanfarnar vikur. Umræður stóðu fram á nótt á Alþingi um málið og er sérstök umræða um málið á dagskrá þingsins síðdegis í dag.


