Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2022 14:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“ Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00
Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00
Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31