Veislan hefst í kvöld en Valur og Fram bíða eftir að vita nöfn mótherjanna Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Rut Jónsdóttir og Britney Cots verða á ferðinni í kvöld, önnur á Akureyri en hin í Vestmannaeyjum. vísir/hulda margrét Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld, á sitt hvorum enda landsins. Á Akureyri taka Íslandsmeistarar KA/Þórs á móti Haukum en í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan. Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31