Arnór og félagar settu tóninn snemma og skoruðu níu af fyrstu tíu mörkum leiksins. Í raun var brekkan orðin of brött fyrir gestina í Balingen strax um miðjan fyrri hálfleikinn, en staðan var 15-7 þegar gengið var til búningsherbergja.
Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en heimamenn í Bergischer hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og niðurstaðan varð átta marka sigur heimamanna, 29-21.
Arnór Þór skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem situr nú í 12. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 27 leiki. Daníel var atkvæðamikill fyrir Balingen og skoraði sex mörk, en liðið er enn tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
LöwenLive - #bergischerhc vs @HBWhandball @liquimoly_hbl Endstand 29:21 #diekraftinuns #dasloewenrudel #hartwieeisen
— BergischerHC (@BHC06) April 28, 2022
Þá unnu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen öruggan 11 marka sigur gegn Minden á heimavelli, 33-22, en Janus Daði skoraði eitt mark fyrir heimamenn.
Yýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu þá einnig góðan þriggja marka sigur gegn Leipzig á útivelli, 28-31, en Íslendingalið MT Melsungen með þá Arnar Frey Arnarson og Alexander Peterson innaborðs þurfti að sætta sig við eins marks tep gegn Erlangen 32-31.