Er Sundabraut pólitískur ómöguleiki? Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 3. maí 2022 09:46 Allir borgarbúar þekkja söguna um Sundabraut enda framkvæmdin verið til umræðu í bráðum hálfa öld og verið á lokastigi síðustu áratugi án þess að neitt gerist. Það er alveg sama hve margar viljayfirlýsingar núverandi meirihluti skrifar undir um lagningu Sundabrautar, alltaf skal hann tefja málið. Allir vita að Píratar, sem hafa farið með skipulagsmál í borginni, vilja ekki Sundabraut og mikil andstaða er innan Samfylkingarinnar við framkvæmdina sem hefur verið tafin á öllum stigum málsins. Nú finnst Viðreisn tilefni að nefna það sérstaklega í sinni kosningabaráttu að Sundabraut sé víst á dagskrá. Sjálfsagt er það til að aðgreina sig frá andstöðunni innan Samfylkingarinnar. Loforð nýs borgarstjóra!!! Þegar Dagur B. Eggertsson tók við sem borgarstjóri fyrir margt löngu vantaði ekki loforðin. Eitt þeirra var að taka af skarið um Sundabraut, sem þá hafði verið áratugi á teikniborðinu. Efndirnar voru þær, að í samningi sem hann stóð að við ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 var fjölda mikilvægra samgöngurframvæmda slegið á frest og allt fjármagnið sett í að niðurgreiða almenningssamgöngur í 10 ár. Það verkefni mistókst hrapalega eins og allir vita, farþegum fjölgaði ekkert og Strætó BS nánast gjaldþrota og um 10 miljarðar horfnir í viðleitnina. Eitt þeirra verkefna sem sett var á ís var Sundabraut. Síðan hefur allt verið gert til að spilla fyrir þeirri framkvæmd, en nú hentar að dusta rykið af gömlu loforðunum eina ferðina enn. Er nema von að trúverðugleikinn sé orðinn minni en enginn.... Þurfa borgarbúar að greiða tafakostnaðinn Það má færa margvísleg rök fyrir því að málinu hafi verið unnið mikið tjón síðustu ár og allt gert til þess að auka kostnaðinn við lagninguna, kostnaður sem að endingu getur fallið á borgarbúa þar sem ríkissjóður getur ekki samþykkt allan þennan viðbótarkostnað sem er að verða til. En getur meirihlutinn ekki sagt til um hvort hann styður brú umfram jarðgöng en sá sem fjármagnar verkið vill brú. Borgarbúar búa við algera óvissu á meðan enda kjósa meirihlutaflokkarnir að ræða málið ekki, hvorki í heild né smáatriðum. Sundabraut yrði ein stærsta einstaka vegaframkvæmd Íslandssögunnar. Sundabraut er framkvæmd sem mun hafa gríðarleg áhrif á umferð, byggðaþróun og félagsleg samskipti. Það eitt og sér gerir hana arðbæra enda kemur upp úr kafinu að niðurstöður „félagshagfræðilegrar greiningar“ eru þær að lagning Sundabrautar er metin þjóðhagslega hagkvæm og feli í sér í mikinn samfélagslegan ávinning, hvort sem hún verði lögð með brú eða göngum. Kemur engum á óvart en talið er að þjóðhagslegur ábati af framkvæmdinni nemi 186 til 236 milljörðum króna, eftir útfærslu Sundabrautar með brú eða göngum. Gríðarlegur ábati Mestur ábati felist hvort tveggja í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Að ekki sé talað um mikilvægi þess að hafa aðra flóttalínu úr borginni en Ártúnsbrekku eina. Verkfræðiskýrslur segja að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um hvorki meira né minna 150 þúsund km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Þetta eru ótrúlegar tölur og við getum ætlað að 15 tonn af eldsneyti sparist á sólarhring eða 5.475 tonn á ári. Minnkun á svifryki og hávaða verður gríðarlega en líklega fara 10 þúsund færri bílar um Mosfellsbæ eftir að framkvæmdin er komin í höfn. Hvernig er hægt að tefja þetta þjóðþrifaverk kjörtímabil eftir kjörtímabil? Miðflokkurinn hefur alla tíð stutt Sundabraut, inni á þingi og í ræðum og skrifum. Með Miðflokkinn í borgarstjórn hættir framkvæmdin að verða pólitískur ómöguleiki eins og meirihlutaflokkarnir hafa rekið málið. Bráðum verður það of seint, ef núverandi meirihluti heldur áfram og fleiri steinar lagðir í vegstæði Sundabrautar, sem er greinilega ætlunin. Höfundur er umferðasérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sundabraut Reykjavík Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir borgarbúar þekkja söguna um Sundabraut enda framkvæmdin verið til umræðu í bráðum hálfa öld og verið á lokastigi síðustu áratugi án þess að neitt gerist. Það er alveg sama hve margar viljayfirlýsingar núverandi meirihluti skrifar undir um lagningu Sundabrautar, alltaf skal hann tefja málið. Allir vita að Píratar, sem hafa farið með skipulagsmál í borginni, vilja ekki Sundabraut og mikil andstaða er innan Samfylkingarinnar við framkvæmdina sem hefur verið tafin á öllum stigum málsins. Nú finnst Viðreisn tilefni að nefna það sérstaklega í sinni kosningabaráttu að Sundabraut sé víst á dagskrá. Sjálfsagt er það til að aðgreina sig frá andstöðunni innan Samfylkingarinnar. Loforð nýs borgarstjóra!!! Þegar Dagur B. Eggertsson tók við sem borgarstjóri fyrir margt löngu vantaði ekki loforðin. Eitt þeirra var að taka af skarið um Sundabraut, sem þá hafði verið áratugi á teikniborðinu. Efndirnar voru þær, að í samningi sem hann stóð að við ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 var fjölda mikilvægra samgöngurframvæmda slegið á frest og allt fjármagnið sett í að niðurgreiða almenningssamgöngur í 10 ár. Það verkefni mistókst hrapalega eins og allir vita, farþegum fjölgaði ekkert og Strætó BS nánast gjaldþrota og um 10 miljarðar horfnir í viðleitnina. Eitt þeirra verkefna sem sett var á ís var Sundabraut. Síðan hefur allt verið gert til að spilla fyrir þeirri framkvæmd, en nú hentar að dusta rykið af gömlu loforðunum eina ferðina enn. Er nema von að trúverðugleikinn sé orðinn minni en enginn.... Þurfa borgarbúar að greiða tafakostnaðinn Það má færa margvísleg rök fyrir því að málinu hafi verið unnið mikið tjón síðustu ár og allt gert til þess að auka kostnaðinn við lagninguna, kostnaður sem að endingu getur fallið á borgarbúa þar sem ríkissjóður getur ekki samþykkt allan þennan viðbótarkostnað sem er að verða til. En getur meirihlutinn ekki sagt til um hvort hann styður brú umfram jarðgöng en sá sem fjármagnar verkið vill brú. Borgarbúar búa við algera óvissu á meðan enda kjósa meirihlutaflokkarnir að ræða málið ekki, hvorki í heild né smáatriðum. Sundabraut yrði ein stærsta einstaka vegaframkvæmd Íslandssögunnar. Sundabraut er framkvæmd sem mun hafa gríðarleg áhrif á umferð, byggðaþróun og félagsleg samskipti. Það eitt og sér gerir hana arðbæra enda kemur upp úr kafinu að niðurstöður „félagshagfræðilegrar greiningar“ eru þær að lagning Sundabrautar er metin þjóðhagslega hagkvæm og feli í sér í mikinn samfélagslegan ávinning, hvort sem hún verði lögð með brú eða göngum. Kemur engum á óvart en talið er að þjóðhagslegur ábati af framkvæmdinni nemi 186 til 236 milljörðum króna, eftir útfærslu Sundabrautar með brú eða göngum. Gríðarlegur ábati Mestur ábati felist hvort tveggja í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Að ekki sé talað um mikilvægi þess að hafa aðra flóttalínu úr borginni en Ártúnsbrekku eina. Verkfræðiskýrslur segja að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um hvorki meira né minna 150 þúsund km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Þetta eru ótrúlegar tölur og við getum ætlað að 15 tonn af eldsneyti sparist á sólarhring eða 5.475 tonn á ári. Minnkun á svifryki og hávaða verður gríðarlega en líklega fara 10 þúsund færri bílar um Mosfellsbæ eftir að framkvæmdin er komin í höfn. Hvernig er hægt að tefja þetta þjóðþrifaverk kjörtímabil eftir kjörtímabil? Miðflokkurinn hefur alla tíð stutt Sundabraut, inni á þingi og í ræðum og skrifum. Með Miðflokkinn í borgarstjórn hættir framkvæmdin að verða pólitískur ómöguleiki eins og meirihlutaflokkarnir hafa rekið málið. Bráðum verður það of seint, ef núverandi meirihluti heldur áfram og fleiri steinar lagðir í vegstæði Sundabrautar, sem er greinilega ætlunin. Höfundur er umferðasérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar