Falskir tónar Guðlaugur Kristmundsson skrifar 3. maí 2022 12:00 Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun