Segir Depp hafa stungið áfengisflösku í kynfæri Heard Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 22:29 Johnny Depp og Amber heard. AP/Jim Watson Amber Heard þjáðist af áfallastreituröskun eftir árásir Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta sagði geðlæknir hennar í dómsal í dag og sagði hún að hann hefði meðal annars beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur, sagði að Depp hefði meðal annars þvingað Heard til munnmaka og stungið áfengisflösku í kynfæri hennar. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Hughes að Heard þjáðist ekki af jaðarpersónuleikaröskun, eins og lögmenn Depps höfðu haldið fram. Þeir höfðu einnig sagt að Heard hefði þóst þjást af áfallastreituröskun, sem Hughes sagði ekki rétt, samkvæmt hennar mati. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur.AP/Jim Watson Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Hughes sagði ýmislegt styðja sögu Heard. Meðal annars hefði Depp sent skilaboð til vina um slæma hegðun hans undir áhrifum áfengis. Þar að auki hafi hann sent Heard afsökunarbeiðni og Hughes sagði einnig að Heard hefði sagt þerapistum sínum frá árásunum á sínum tíma. Huges sagði ofbeldishegðun Depps snúast um öfund hans. Hann hafi skipað Heard að leika ekki í neinum nektarsenum og ítrekað sakað hana um að halda við meðleikara hennar eins og Billy Bob Thornton og James Franco. Þá sagði Hughes að Depp hefði hringt í samstarfsmenn Heard og beðið þá um að fylgjast með henni fyrir sig. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Horfa má á hluta vitnisburðar Hughes hér að neðan. Hann byggir á viðtölum við Heard, sálfræðinga hennar og dómskjölum. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Dawn Hughes, réttarsálfræðingur, sagði að Depp hefði meðal annars þvingað Heard til munnmaka og stungið áfengisflösku í kynfæri hennar. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Hughes að Heard þjáðist ekki af jaðarpersónuleikaröskun, eins og lögmenn Depps höfðu haldið fram. Þeir höfðu einnig sagt að Heard hefði þóst þjást af áfallastreituröskun, sem Hughes sagði ekki rétt, samkvæmt hennar mati. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur.AP/Jim Watson Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Hughes sagði ýmislegt styðja sögu Heard. Meðal annars hefði Depp sent skilaboð til vina um slæma hegðun hans undir áhrifum áfengis. Þar að auki hafi hann sent Heard afsökunarbeiðni og Hughes sagði einnig að Heard hefði sagt þerapistum sínum frá árásunum á sínum tíma. Huges sagði ofbeldishegðun Depps snúast um öfund hans. Hann hafi skipað Heard að leika ekki í neinum nektarsenum og ítrekað sakað hana um að halda við meðleikara hennar eins og Billy Bob Thornton og James Franco. Þá sagði Hughes að Depp hefði hringt í samstarfsmenn Heard og beðið þá um að fylgjast með henni fyrir sig. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Horfa má á hluta vitnisburðar Hughes hér að neðan. Hann byggir á viðtölum við Heard, sálfræðinga hennar og dómskjölum.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49