Segir Depp hafa stungið áfengisflösku í kynfæri Heard Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 22:29 Johnny Depp og Amber heard. AP/Jim Watson Amber Heard þjáðist af áfallastreituröskun eftir árásir Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta sagði geðlæknir hennar í dómsal í dag og sagði hún að hann hefði meðal annars beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur, sagði að Depp hefði meðal annars þvingað Heard til munnmaka og stungið áfengisflösku í kynfæri hennar. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Hughes að Heard þjáðist ekki af jaðarpersónuleikaröskun, eins og lögmenn Depps höfðu haldið fram. Þeir höfðu einnig sagt að Heard hefði þóst þjást af áfallastreituröskun, sem Hughes sagði ekki rétt, samkvæmt hennar mati. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur.AP/Jim Watson Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Hughes sagði ýmislegt styðja sögu Heard. Meðal annars hefði Depp sent skilaboð til vina um slæma hegðun hans undir áhrifum áfengis. Þar að auki hafi hann sent Heard afsökunarbeiðni og Hughes sagði einnig að Heard hefði sagt þerapistum sínum frá árásunum á sínum tíma. Huges sagði ofbeldishegðun Depps snúast um öfund hans. Hann hafi skipað Heard að leika ekki í neinum nektarsenum og ítrekað sakað hana um að halda við meðleikara hennar eins og Billy Bob Thornton og James Franco. Þá sagði Hughes að Depp hefði hringt í samstarfsmenn Heard og beðið þá um að fylgjast með henni fyrir sig. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Horfa má á hluta vitnisburðar Hughes hér að neðan. Hann byggir á viðtölum við Heard, sálfræðinga hennar og dómskjölum. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Dawn Hughes, réttarsálfræðingur, sagði að Depp hefði meðal annars þvingað Heard til munnmaka og stungið áfengisflösku í kynfæri hennar. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Hughes að Heard þjáðist ekki af jaðarpersónuleikaröskun, eins og lögmenn Depps höfðu haldið fram. Þeir höfðu einnig sagt að Heard hefði þóst þjást af áfallastreituröskun, sem Hughes sagði ekki rétt, samkvæmt hennar mati. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur.AP/Jim Watson Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Hughes sagði ýmislegt styðja sögu Heard. Meðal annars hefði Depp sent skilaboð til vina um slæma hegðun hans undir áhrifum áfengis. Þar að auki hafi hann sent Heard afsökunarbeiðni og Hughes sagði einnig að Heard hefði sagt þerapistum sínum frá árásunum á sínum tíma. Huges sagði ofbeldishegðun Depps snúast um öfund hans. Hann hafi skipað Heard að leika ekki í neinum nektarsenum og ítrekað sakað hana um að halda við meðleikara hennar eins og Billy Bob Thornton og James Franco. Þá sagði Hughes að Depp hefði hringt í samstarfsmenn Heard og beðið þá um að fylgjast með henni fyrir sig. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Horfa má á hluta vitnisburðar Hughes hér að neðan. Hann byggir á viðtölum við Heard, sálfræðinga hennar og dómskjölum.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49