Tímamótasamkomulag í höfn Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 12:01 Blikastaðaland er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er á sveitarfélagamörkum við Reykjavík og afmarkast af golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í norðri, Korpúlfsstaðavegi og Vesturlandsvegi í suðri, núverandi byggð í Mosfellsbæ í austri og Úlfarsá í vestri. Alls er svæðið um 87 hektarar. Google Maps Húsnæði fyrir rúmlega 9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK
Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira