Lagið ber nafnið „Því þú átt það skilið“ og er samið af Dóra sjálfum ásamt Þormóði Eiríkssyni og rapparanum Króla.
„Ég hef ekki gert lag þar sem ég er aðalrapparinn í bara 12-13 ár. Þetta er sumarsmellur, eða atlaga að því. Við vönduðum okkur og það var mjög gaman að vera í stúdíóinu með þessum mönnum, Þormóði og Króla, sem eru sérfræðingarnir í dag og ég miðaldra,“ segir Dóri í samtali við fréttastofu.
Lagið var frumflutt í FM95BLÖ í dag og kemur á helstu streymisveitur á miðnætti. Tónlistarmyndband fyrir lagið er í bígerð.
Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.