Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2022 14:30 Kathleen Folbigg. GettyImages Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira