Framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 7. maí 2022 12:01 Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun