Hollendingurinn fljúgandi náði ekki ráspól í því sem verður fyrsti kappakstur Formúlu 1 í Miami eftir mistök á síðasta hring tímatökunnar. Hann kennir skort á þekkingu á eigin bíl um.
Mistök Verstappen gerðu það að verkm að Charles Leclerc, helsti keppinautur Verstappen um þessar mundir, og samherji hans hjá Ferrari – Carlos Sainz – náðu efstu tveimur sætunum.
„Ég náði aðeins fjórum eða fimm hringjum í gær, það er of lítið á nýrri braut og almennt í kappakstri sem fer fram á götum borga. Það er mjög mikilvægt að ná sem flestum hringjum til að skilja bílinn,“ sagði Verstappen um mistökin.
Unlucky Max!
— Formula 1 (@F1) May 7, 2022
A costly error for the Dutchman in the final stages of qualifying #MiamiGP #F1 pic.twitter.com/alE7EGLyKx
„Á venjulegri braut er auðvelt að komast í ryðma en á götubraut er það mun erfiðara og við féllum í raun á þeim kafla,“ sagði Verstappen einnig. Að endingu sagði hann að helgin hefði verið mjög „sóðaleg“ og að RedBull hefði gert hlutina eins erfiða og mögulegt var.