Látum verkin tala í Garðabæ Lárus Guðmundsson skrifar 12. maí 2022 17:01 Kæru Garðbæingar. Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur. Við viljum meiri stuðning við skólastjórnendur og kennara, með öflugri sérfræðiþjónustu, sálfræðinga, þroskaþjálfara, og talmeina fræðinga. Fjölga þarf leikskólakennurum. Einnig þarf tafarlausa leiðréttingu launa leikskólakennara og leiðbeinenda. Styttum nám leikskólakennara úr 5 árum í 3 ár. Mikill órói ríkir á mörgum leikskólum bæjarins og uppsagnir í farvatninu.Yfirstjórn leikskólana dregur lappirnar, og stefnir í óefni og enn meiri flótta úr faginu. Gleymdu úthverfin, Urriðahollt og Álftanes, hafa verið afskipt í samgöngu, skóla og félagsmálum. Unga fólkið kallar eftir úrræðum í húsnæðismálum, sem birtist í því að, á undanförnum árum og áratugum,hefur unga fólkið sótt í úrræði nágrannasveitarfélaga. Við svo búið má ekki standa. Huga þarf að ungu fólki, sem býr við fötlun. það þarf fleiri úrræði eftir að starfsnámi lýkur. Meiri menntunar möguleika og atvinnutækifæri. Frístundarheimili, þurfa að mæta þörfum barnafólks. Opnum í júní og bjóðum fjölbreytt námskeið milli kl. 9. og 16. á daginn. Bæjarstjórnin Ekki er undan því komist, að fara yfir frammistöðu Bæjarstjórnar á kjörtímabilinu. Meirihluti Sjálfstæðismanna. Litlaus frammistaða og fátt um efndir. Samgöngumál í ólestri, Urriðaholt og Álftanes vanrækt. 100 loforð fyrir síðustu kosningar,en aðeins ásættanleg frammistaða gagnvart íþróttafólki og öldruðum. Samt hægt að gera mun betur í þeim málaflokkum. Minnihluti Garðabæjarlistinn í samstarfi við Viðreisn. Slitu samstarfi í lokin á kjörtímabilinu. Frammistaðan í minnihluta var máttlaus og einkenndist af því að koma málum ekki áleiðis. Geri ráð fyrir að þau hafi gefist upp á samstarfinu vegna vanmáttar og óeiningar sem minnihluti. Fara nú fram undir merkjum Garðabæjarlista og Viðreisnar. Halda á lofti ýmsum gömlum loforðum,sem eiga að höfða til kjósenda á nýjan leik. Ég spyr,Hefur eitthvað breyst hjá þessum framboðum? Nánast sömu aðilar í forystuhlutverkum. Fólkið sem afkastaði litlu á líðandi kjörtímabili. Kemur nú fram í nýjum búningum, en innihaldið Það sama. Ég segi því, Garðabæjarlistinn og Viðreisn hafa einfaldlega ekki látið verkin tala. Við í Miðflokknum í Garðabæ, förum fram með skýr mál, hlustum á bæjarbúa og framkvæmum. Við stöndum nefnilega við loforðin! Kær kveðja og gleðilegar kosningar Höfundur er oddviti Miðflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru Garðbæingar. Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur. Við viljum meiri stuðning við skólastjórnendur og kennara, með öflugri sérfræðiþjónustu, sálfræðinga, þroskaþjálfara, og talmeina fræðinga. Fjölga þarf leikskólakennurum. Einnig þarf tafarlausa leiðréttingu launa leikskólakennara og leiðbeinenda. Styttum nám leikskólakennara úr 5 árum í 3 ár. Mikill órói ríkir á mörgum leikskólum bæjarins og uppsagnir í farvatninu.Yfirstjórn leikskólana dregur lappirnar, og stefnir í óefni og enn meiri flótta úr faginu. Gleymdu úthverfin, Urriðahollt og Álftanes, hafa verið afskipt í samgöngu, skóla og félagsmálum. Unga fólkið kallar eftir úrræðum í húsnæðismálum, sem birtist í því að, á undanförnum árum og áratugum,hefur unga fólkið sótt í úrræði nágrannasveitarfélaga. Við svo búið má ekki standa. Huga þarf að ungu fólki, sem býr við fötlun. það þarf fleiri úrræði eftir að starfsnámi lýkur. Meiri menntunar möguleika og atvinnutækifæri. Frístundarheimili, þurfa að mæta þörfum barnafólks. Opnum í júní og bjóðum fjölbreytt námskeið milli kl. 9. og 16. á daginn. Bæjarstjórnin Ekki er undan því komist, að fara yfir frammistöðu Bæjarstjórnar á kjörtímabilinu. Meirihluti Sjálfstæðismanna. Litlaus frammistaða og fátt um efndir. Samgöngumál í ólestri, Urriðaholt og Álftanes vanrækt. 100 loforð fyrir síðustu kosningar,en aðeins ásættanleg frammistaða gagnvart íþróttafólki og öldruðum. Samt hægt að gera mun betur í þeim málaflokkum. Minnihluti Garðabæjarlistinn í samstarfi við Viðreisn. Slitu samstarfi í lokin á kjörtímabilinu. Frammistaðan í minnihluta var máttlaus og einkenndist af því að koma málum ekki áleiðis. Geri ráð fyrir að þau hafi gefist upp á samstarfinu vegna vanmáttar og óeiningar sem minnihluti. Fara nú fram undir merkjum Garðabæjarlista og Viðreisnar. Halda á lofti ýmsum gömlum loforðum,sem eiga að höfða til kjósenda á nýjan leik. Ég spyr,Hefur eitthvað breyst hjá þessum framboðum? Nánast sömu aðilar í forystuhlutverkum. Fólkið sem afkastaði litlu á líðandi kjörtímabili. Kemur nú fram í nýjum búningum, en innihaldið Það sama. Ég segi því, Garðabæjarlistinn og Viðreisn hafa einfaldlega ekki látið verkin tala. Við í Miðflokknum í Garðabæ, förum fram með skýr mál, hlustum á bæjarbúa og framkvæmum. Við stöndum nefnilega við loforðin! Kær kveðja og gleðilegar kosningar Höfundur er oddviti Miðflokksins í Garðabæ.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar