Kosið um traust Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:31 Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun