Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2022 07:43 Fólk syrgir við Tops-matvöruverslunina. Flest fórnarlambanna voru svartir einstaklingar á efri árum. AP/Matt Rourke „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira