GOG þurfti sigur til að komast á toppinn en Ribe-Esbjerg hafði tapað öllum sínum leikjum síðan deildinni var skipt upp og farið var í umspil. Það var því ljóst að pressan var á GOG fyrir leik.
Leikmenn liðsins stóðust hana með sóma og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, staðan þá 17-14. Munurinn var áfram í kringum það bil og þegar flautað var til leiksloka var fjögurra marka sigur GOG staðreynd, 33-29.
Viktor Gísli stóð sig með prýði í marki liðsins og varði alls 11 skot, var hann með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu.
GOG er á topp riðils 1 með 10 stig að loknum fimm leikjum.