Girmay ætlaði að fagna sögulegum sigri, þeim fyrsta hjá lituðum Afríkumanni á mótaröðinni, en það endaði mjög illa fyrir hann.
Biniam Girmay upplifði reyndar ótrúlegan sólarhring. Fyrst villtist hann á leið daginn áður en bætti svo úr því með því að vinna sérleið tíu. Þegar hann ætlaði að opna kampavínsflöskuna á verðlaunapallinum þá skaust tappinn upp í auga hans eins og sjá má hér fyrir neðan.
The unfortunate moment Biniam Girmay popped a Prosecco cork in his own eye on the winners' podium at the Giro d'Italia
— Eurosport (@eurosport) May 18, 2022
We hope to see him back in action soon #Giro | @GrmayeBiniam pic.twitter.com/TSwQpW5wQ8
Girmay fór upp á sjúkrahús og varð síðan að hætta keppni.
Það er hefð fyrir því að opna kampavínsflöskur á verðlaunapalli á mótaröðinni og flöskurnar verða enn í boði eins og var raunin þegar Alberto Dainese fagnaði sigri á elleftu sérleið.
Hjólreiðakapparnir þurfa hins vegar ekki lengur að hafa áhyggjur af stórhættulegum töppum. Þeir eru nú bannaðir.
Mótshaldarar telja tappana ekki áhættunnar virði og hjólreiðamennirnir ættu að ná sömu niðurstöðu með að hrista tappalausu flöskuna.